Hugmyndir hennar HK ríða ekki við einteyming!
Þegar laufið springur út
HK er ekkert alveg venjuleg. Við fórum í Heiðmörk þarna fyrir jólin og kveiktum bál og svo komum við og fengum launin okkar, jólatré að eigin vali. Og auðvitað fórum við hefðbundnar leiðir og fengum okkur birkitré. Skógarverðinum fannst þetta undarlegt og en hins vegar bara flott eða flottast. Að minnsta kosti frumlegast og það var meirasegja beðið um mynd af herlegheitunum sem er hér að ofan og fyrir neðan líka.
Það urði síðan mikil fagnaðarlæti núna fyrir ekki svo mörgum dögum þegar fallega tréð okkar fór að verða enn fallegra þegar búningur þess fór aðeins að grænka. Laufið springur reyndar hægt út en alveg ofboðslega fallega að sjálfsögðu!
Til skreytingar notaði HK svona sklaufur
Og svo setti ég sjálfur svona rauð epli eins og sjást í bakgrunninum
Og jólaserían var hvít. Passaði alveg edilons vel en ég er nú reyndar meira svona glisgjarn og hefði auðvitað haft þetta í öllum regnbogans litum!
En að sjálfsögðu var notuð úggl til skreytingar líka... annars gæti trénu orðið kalt á tánum
Það er síðan ekkert sérstakt plan hjá okkur um hve lengi hríslan fagra fær að vera stofustáss en ætli hún fái ekki að minnsta kosti að springa eitthvað meira út hjá okkur. Kannski spurning hvað við gerum ef eða þegar óvænt lirfulíf fer að kvikna í trénu!
Svo er búið að vera gestkvæmt hjá okkur og öðrum. Við hjá Hrafnhildi og Hálfdáni á föstudaginn ef mér skjöplast ekki og svo þau hjá okkur í gærkvöldi. Núna situr maður í afslappelsi í honum Mosa ofurvinsæla sötrandi leifarnar af rauðvíni frá í gærkvöldi!
Svo um daginn Guðrún heila helgi hjá okkur áður en hún Dresdenaðist.
Guðrún í sófanum bláma
.jammthul....
No comments:
Post a Comment