Thursday, January 17, 2008

Það var snjóflóðaæfing

IMG_0844[1]
Að taka sig til á M6... og svo gleymdist myndavélin ...
Dagar eru einhvern veginn misjafnir og jafnvel vikurnar eru eitthvað misjafnar. Ég er búinn að vera eitthvað á tauginni, stressaður og vitlaus þessa vikuna. Og þá tekst manni oft ekki að gera það sem maður þarf að gera til að ná stressinu úr sér. Mér tókst nú samt að gera alveg þokkalega tilraun til þess í dag.

Fyrst í dag heimsótti ég reyndar skattmann. Alltaf gaman að því að borga sinn skerf til samfélagsins. Ágæt summa sem fór þar í burtu frá manni. Reyndar átti að kaupa tölvu fyrir péninginn en það er til einhver annar péningur til þess og sá sem skattmaðurinn fékk átti líklegast alltaf að fara þangað.

Og svo var badmin og reyndar bara einliðaleikur. Eftir að hafa gengið manna á milli gekk ég bónleiður til TBRsins og spilaði bara einsamall við Guðbjörgu. líklega fimm rosaspennandi lotur sem mér tókst að tapa öllum á snilldarhátt. Það var bara gaman samt.

Svo ætlaði ég kannski svona eftilvill að fara á snjóflóðaæfingu HSSR-sins og það varð úr. Mikið gaman. Ætlaði reyndar að taka myndavélina með og tók hana en hún varð eftir á M6. Dálítið pínlegt að ég var búinn að setja hana í vantshelda hulstrið og nú átti aldeilis að taka á því í myndatökunni. En myndavél ein og yfirgefin tekur ekki margar myndir af sjálfsdáðum.

Leitin í lausasnjónum gekk bara vel. Ýlarnir píptu hver í kapp við annan og allt í einu steig ég ofan á eitt fórnarlambið. Uppgrafið var það fljótlegast. Svo ýlar og bakpokar, lifandi og ekki lifandi. Svo var bara farið heim.

Allt svona ágætt og ég vonandi að venja mig eitthvað af öllu þessu stressi!



Og svona aðeins til viðbótar þá var ég eitthvað illa utan við mig. Unarlegt að ég skyldi finna Elísabetu þarna í snjónum... Ég gleymdi símanum mínum í björgunarsveitarbílnum (vonandi) og svo eru víst skórnir mínir (vonandi) eitthvað einmanna að leika sér í TBR!

No comments: