Sunday, January 13, 2008

Mosi og skíðaferð

selfportrait me
Frekar skelfdur á svipinn í skíðabrekkunni!
Það er fínasta helgi. Við Hk búin að ð vera í Bo-bedre leik meira og minna. Búin að uppskera tvö ljós sem á reyndar eftir að setja upp og síðan hann mosa sem er ... afsakið Mosa með stóru emmi því hann heitir sko mosi og er afskaplega fallega grænn og fallegur í laginu og er af tegundinni stóll. Algjör snilld. Svona útsölugóss líka þannig að okkur hafi ekki liðið jafn illa í buddunni eftir að hafa verslað okkur hann.
HK and Mosi
HK lætur vel að honum Mosa


En svo fórum við bræður tveir saman á skíði eftir stórinnkaupin. Það var reyndar eitthvað undarlegtg sem hafði gerst þarna í Bláfjöllunum. þau voru orðin eitthvað dálítið mikið brattari en áður og svo var eitthvað voðalegt harðfenni þarna. Ég hafði sum smjatt ekki farið á svigu-skíði í næstum svona tvö ár og fyrsta ferðin var ekki neitt mikið til að stæra sig af. Rétt að ég komst klakklaust niður með hálfgerðum plógbeygjum. En svo kom þetta svona eitthvað aðeins. Ferðirnar urðu reyndar ekki mjög margar þar sem við höfum þann góða sið að mæta seint. En þetta var svona eiginlega eitthvað aðeins komið þegar upp var staðið.

Annars eiginlega enginn snjór. Á bakaleiðinni út á bílastæðíð flaug minn á hausinn þegar skíðin allt í einu bara stoppuðu þegar komið var út fyrir allan snjó!
In Blafjöll skying area
Gunni í biðröðinni - skuggaverur á bakvið

In Blafjöll skying area
Þar sem lofthræðslan gerði vart við sig!

Brothers we are!
Alltaf kalt en gaman í lyftunni



....

No comments: