Monday, January 14, 2008

Skuggi vindsins

Skuggi vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón var líka lesin með einhverjum hléum alveg eins og Þriðja táknið. Held ég hafi verið svona heilt ár að lesa bókina. Gekk svo sem ekkert of vel að komast inn í hana en fannst hún alveg frá fyrstu síðu vera dásamlega dularfull og einkennileg. Dularfullar persónur út um allt og ekki alveg ljóst hvort þær væru allar þessa heims eða annars. Skil ekki alveg af hverju mér tókst ekki að sökkva mér ofan í hana strax en það kom í einhverri lokaatrennu og hvílít rosaleg bók. Eiginlega bara eitt stórt VÁ! Það eru svona nokkrar bækur í minningunni sem standa einhvern veginn upp úr í mínum huga. Austan Eden eftir Steinbeck fannst mér einvhern tíman alveg frábærasta bók í heimi og Skuggi vindsins fannst mér kannski einhvern veginn á sama hátt vera frábærasta bók í heimi eftir að ég hafði loksins klárað hana. Að minnsta kosti einhver sú besta sem ég hef lesið lengi. Kannski ekkert merkilegt þegar það kemru í ljós að ég er eiginlega alveg hættur að lesa nokkurn skapaðan hlut en samt... hún var frábær og átti mig og minn huga á meðan ég fór í gegnum hana!

No comments: