Tuesday, May 31, 2005

Martröð

just colors 2
Ég á einn skrýtinn geisladisk... nei annars, ég á fullt af skrýtnum geisladiskum en var að hlusta á einn sem heitir "strange nightmare" eða eitthvað svoleiðs. Hafði verið úti að taka einhverjar myndir. Var reyndar líka eitthvað að línuskautast. En þegar ég kom heim þá tengdi ég myndavélina við tölvuna og fór að spóla myndunum á milli og þá fór martröðin úr geislaspilaranum og kom til mín inn í raunveruleikann. Það voru eiginlega engar myndir lengur í tölvunni minni. Ruslafatan var tóm og þær voru bara horfnar.

Ég hugsaði ljótt og leið eins og ég væri varnarlaus í martröð. Og hvað gerir maður í martröð þegar öll sund eru lokuð? Jú vaknar og fer svo kannski aftur að sofa. Ég gerði það sama. Slökkti á tölvuskrattanum og kveikti aftur. ... Það kom blár skjár. Þeir sem til þekkja vita að það er ekkert sérstaklega gott. Það keyrðist upp scan disk... þeir sem eitthvað vita vita að þá er ekki öll nótt úti en samt getur maður verið í verulega vondum málum. Scan disk og eitthað fix kláraðist ... og ... hjúkk. Þær voru þarna allar.

Núna er ég að spóla 30 gígum á milli tölvanna á heimilinu. Ég ætla ekki að tapa öllum myndunum mínum á einu bretti, svo mikið er víst. Og reyndar þá mætti það varla fréttast að ég hefði tapað einhvejrum gögnum ef það á annað borð gerðist. Myndi varla gera mig mjög trúverðugan.

En kannski mar halli sér og leyfi tölvunum að malla á þessum skráarflutningi.

Já og undarlega abstractmyndin hér fyrir ofan er ein af þeim sem ég tók þarna þegar ég var úti áðan að taka myndir. Þetta er stéttin fyrir framan heima hjá mér. Það er búið að merkja hana svo ég rati heim.

Thursday, May 26, 2005

Að brenna við...

... Gæti verið tengt misheppnaðri sósugerð eða kolagerð eða skógareldi eða fjöldasjálfsmorði fólks sem kann ekki að fallbeygja eða þá kannski bara eitthvað sem gerðist en átti eiginlega ekki að gerast.

Það er líklega best að fara að hætt að blogga áður en maður verður ákærður fyrir misþyrmingar á sálarlífi fólks. Ég biðst hér með afsökunar á fíflagangi á blogginu mínu en ég hef bara ekki fíflast nóg síðasta korterið.

Vissi annars einhver að "þorun" er alvöru orð. Minnir svona aðeins á orðskrípið "kostun" sem ég ætla rétt að vona að sé ekki orð. En þorun er a.m.k. til í orðabókinni... er annars sko að lesa mér til dægrastyttingar mjög svo sérstaka bók sem heitir "Íslensk orðabók". Ég held að ég hafi lesti allt þegar ég er búinn að lesa hana.



...
þurfti bara að segja þetta.

Ég heyrði setningu í dag...

... sem var svona:


Það vill brenna við að við og við eigum við viðskipti við Viðskiptablaðið!


Já það var setning sem var einhvern veginn svona og sá sem sagði hana var að flytja virðulegan pistil fyrir fullan sal af fólki og fékk borgað fyrir það meira að segja. Ég fæ sem betur fer ekki borgað fyrir að bulla. Að minnsta kosti ekki fyrir að bulla svona mikið... eða kannski ekki mikið borgað... eða eitthvað.

En þegar maðurinn þarna var að segja þetta um okkur (sem er sko þolfall af "við" ef einhver væri ekki að fatta það þá kynnti ég nýju flottu vefsíðuna með myndinni frá Afríku sem ég var of upptekinn af um síðustu helgi. Hún er svona: stjornvisi.is. Ég varð annars alveg voðalega glaður þegar það var klappað fyrir síðunni. Svona hrós sem kom alveg spontant og gladdi mitt hjarta inn að rótum.

Núna sit ég annars bara með tærnar upp í loft með tölvuskömmina þar sem það er bannað að hafa hana en samt þar sem hún á að vera miðað við það hvað hún er stundum kölluð [útskýring: það var einu sinni maður sem brenndi undan sér]. Fann gamalt glas af rauðvíni inni í skáp sem ég ákvað að bjarga undan skemmtum og hlusta á einhverja dularfulla indíánakonu snúast innaní geislaspilaranum mínum.

Nei, ætli mér sé viðbjargandi!

Sunday, May 22, 2005

Að vera eymingi

Að vera eða ekki vera eymingi. Það er ekki lengur spurning.

Ég er svoleis. Mér tókst nefnilega að telja mér trú um að hafa svo mikið að gera að hafa ekki tíma til að fara þarna:

Já þótist vera orðinn þreyttur og slappur á föstudaginn og ekki komast neitt. Þurfa að vinna einhven helling eitthvað sem ég er svo vitlaust að vera alltaf að taka að mér af því ég kann ekki að segja nei.

Verð að fara að muna eftir því að úti í kikrjugarði er hellingur af fólki sem áleit sig alltaf vera algjörlega ómissandi.

Tuesday, May 17, 2005

Að vera fyrstur með fréttirnar

Mér krossbrá áðan. Það var helst í fréttum í útvarpinu að minnstu hefði munað Svíar hefðu gert innrás í Noreg. Svo fylgdi með ártal sem betur fer því þetta var árið 1904. Já það er ekki hægt að neita því að fréttastofan okkar allra hún fylgist með og segir nýjustu fréttir!

Monday, May 16, 2005

Gisp eins og Andrés önd myndi segja en ég er samt bara Guffi!

Ég er búinn að ætla í heilan mánuð og fimm dögum betur að hafa myndasýningu fyrir famiglíuna frá Afríku. Loksins tókst það og þá núna í kvöld. Reyndar hafði ég ætlað að hafa þetta í gærkvöldi eða jafnvel í fyrragærkvöldi eða ný fyrir viku eða hálfum mánuði eða þremur vikum. En þetta tókst sem smjatt í kvöld loksins.

En ekki nóg að sýna tvö þúsund myndir því það stóð líka til að gefa liðinu eitthvað að éta. Það hefði gengið betur ef herlegheitin hefðu verið í gærkveldi því á hvítasunnudegi er fátt um fína drætti í gúrme matvöruverslunum stórreykjavíkursvæðisins. Þetta varð því veisla með frá 10-11. Jamm og reydnar 11-11 þar sem ég áttaði mig á laukleysi heimilisins eftir að ég var kominn heim og það er styttra að þramma í 11-11 en hina búðina. En þarna er alltaf opið sem betrfr.

Ég fattaði síðan upp á því al snjallasta sem ég hef fattað uppá í mörg ár. Það er nefnilega alltaf allt í drasli heima hjá mér en ég hef samt ekki enn orðið svo frægur að komast í sjónvarpsþáttinn um allt í drasli. En snilldin mín var sú að í staðinn fyrir að standa á haus í tiltekt áður en einhver kom þá lét ég bara þá sem komu sjá um að taka til. Virkar ljómandi vel. Þá geta t.d. þeir sem koma ekki kvartað yfir að það sé illa tekið til því þeir geta bara sjálfum sér um kennt og það er líka tryggt að gestirnir hafa eitthvað að gera. Síðan getur þetta líka verið mjög góð leið til að láta gestina kynnast ef þeir þekkjast ekki fyrir og enn öruggara til að láta þá kynnast manni sjálfum með að fara í gegnum allt drsalið manns. Já, algjör snilld verð ég að segja.

En njamm. Það var étið, drukkið rautt, horft á myndir, étinn ísur og glápt á meiri myndir og síðan drukkinn smá bjór af þeim sem eftir vöktu og glápt á enn meiri myndir. Síðan rugglaðist ég alveg þegar allir voru farnir og tók netpróf. Ég er Guffi!

You scored as Goofy. Your alter ego is Goofy! You are fun and great to be around, and you are always willing to help others. You arn't worried about embarrassing yourself, so you are one who is more willing to try new things.

Goofy

75%

Peter Pan

69%

Snow White

50%

Sleeping Beauty

44%

Pinocchio

44%

The Beast

44%

Donald Duck

38%

Cinderella

38%

Cruella De Ville

25%

Ariel

25%

Which Disney Character is your Alter Ego?
created with QuizFarm.com


Skil þetta samt ekki alveg þar sem ég sagðist ekki þola neina skrambans nýja hluti. Pófið hefur líklega bara ekki tekið mark á mér!

Thursday, May 12, 2005

Sona gerir mar

one hand on stomach


Þegar mar er búinn að borða yfir sig af pizzu. Var að gera svoleis.

Fór áðan út í búð til að kaupa kók með pizzunni sem ég er ekki enn búinn að drekka enda er kók óholt. Krakkarnir sem voru að afgreiða í búðinni máttu ekkert vera að því að afgreiða þar sem þeim lá allt of mikið á hjarta til þess að geta sinnt mér vesælum viðskiptavini. Þau voru nefnilega að rífast um hvort það væri réttlætanlegt að kenna apa að reykja. Það var sko í fréttum um daginn. Stelpan sem afgreiddi mig loksins klikkti út með vel valinni atugasemd þegar hún var búin að renna mér í gegn um kassann: Og hvað haldið þið að það sé eiginlega í lagi að gefa apa sígarettu og láta hann fara að reykja. Ekki fattar hann að það er hættulegt og fer að hætta því ha.

Já þeim lá mikið á hjarta!

Hinn stórundarlegi þingmaður

Það verð ég að játa að mér gengur illa að átta mig á þessum þingmanni sem var kosinn fyrir einn flokk í fyrra eða hvenær það var. Komst ekki á þing því hann þurfti fyrst að sitja dálítinn tíma í grjótinu.

Síðan þegar hann kemur á þing þá er hann grjótharður stjórnarandstæðingur og kallar ríkisstjórnina öllum illum nöfnum. Sér síðan allt í einu sitt óvænna og gengur bara til liðs við höfuðandstæðingana í ríkisstjórninni.

Já og þegar hann er spurður þá verður ein aðal ástæðan sú að hann er í einhverri fýlu við einn mann í flokknum sínumog jú hann er líka allt í einu orðinn almennt á móti gamla flokknum sínum sem núna bara ómögulegur en nýi flokkurinn rokkar alveg út í eitt. Hvernig í ósköpunum á maður eiginlega að taka þessu?

Ég verð bara hálf rugglaður yfir þessu öllu saman!



Wednesday, May 11, 2005

Sumir gætu sagt ...


... að ég væri dálítið snúinn karakter


the strange guy again!
Það eru annars fleiri svona skrýtnar myndir af manninum hér.

Sunday, May 08, 2005

Að kunna Swahili

Það er mynd frá Afríku í sjónvarpinu nákvæmlega núna. Og ég var að gera þá skemmtilegu uppgötvun að ég þekki Swahili tungumálið í myndinni. Skil svona eitt eða tvö orð á stangli. Að minnsta kosti "asante sana" og svona eitt og annað. Ég þarf definately að fara þarna aftur einhvern tíman.

Nú og svo er líka ágætt að vita eitthvað hvar staðirnir eru sem fólkið er að tala um. Rongai og eitthvað svona.

Fór í fjallgöngu í gær

Climbing Mt Eyjafjallajökull
Plampaði með fríðu föruneyti upp á Eyjafjallajökul í gær. Frábær ferð. Sýndist fyrst að myndirnar úr ferðinni væru bara svona og svona og kannski aðallega hálf ónæýtar. Sé núna mér til mikillar gleði að ég er bara sáttur við þær!

Það er eitthvað meira af myndum hér.

Thursday, May 05, 2005

Frábært átak - hjólaátak

átækt frátak - áthjólatak

Ég er sko með. Búinn að vera algjörlega óþolandi alla vikuna og síðustu viku reyndar líka hér í vinnunni minni. Var reyndar búinn að pína Ágúst Ljón blásaklaust til að sjá um átakið af því að hjólakappi númer eitt er víst farinn veg allrar veraldar héðan.

Ég tók þetta með trompi og kom hjólandi, móður og másandi á mánudagsmorgninum. Stoltur af sjálfum mér eftir að hafa hjólað alla 1.500 metrana sem ég þarf að fara heiman að frá mér og í vinnu. Síðan reyndar á þriðjudaginn þá þurfti ég á fund um miðjan daginn upp í rasskat og síðan í gær þá fannst mér tilhlýðilegt að sinna vélfáknum aðeins og setja sumardekkin undir hann og láta smerja hann aðeins. Það þarf víst að gera það á svona 10 - 15 þús klómetra fresti. Eða stóð það ekki í leiðbeiningabók FBI ?

Síðan er ég búinn að beita áhrifum mínum í starfsmannafélaginu (sem eru reyndar ekkert lítil) til að búa til úr þessu öllu saman kepni innanhúss eða þannig. Þeir sem standa sig best eiga að fara saman út að borða í hádeginu einhvern tíman þegar átakið er búið. Mér er samt eiginlega hætt að lítast á þetta þar sem ég er svona nokkurn veginn búinn að útiloka sjálfan mig frá að geta náð nokkrum almennilegum árangri í þessu. Ætti kannski að koma hjólandi á morgun og taka vitlausa beygju einvhers staðar og koma þá bara Þingvallaleiðina. Kannskekki svo vitlaus hugmynd. En nei annars, gengur ekki upp. Ég þarf auðvitað á einhvern fund á morgun útí bæ og það er ómulegt að koma þangað móður og másandi, nær dauða en lífi. Væri kannski allt í lagi fyrir þær sakir að þetta er svona spítalafundur.

Já- jahá.
hjóli - hjóli - hjóli
gaman - gaman - mnagam

Tuesday, May 03, 2005

Nei ég er ekkert hættur að blogga

Það eru hins vegar einhverjar fjárans framkvæmdir hér fyrir utan hjá mér. Já kannski hefur einhver tekið eftir að í efstu mörkum miðbæjarins er allt í einhverri framkvæmdaklessu. Og snillingarnir þeir skáru í sundur allar símalínurnar. Jájá. Á föstudaginn einhvern tíman klipptu þeir allt í sundur og á laugardeginum þegar ég kvartaði yfir sambandsleysi þá kom Síminn (þessi með stóru essi sko) bara alaveg af fjöllum. Og nei. Þeir gátu ekki gert við þetta á laugardaginn heldur einhvern tíman um miðjan dag í gær mánudag. Og viti menn. Var núna að fá SMS frá þessum Síma-elskum um að það væri búið að gera við símann minn. Já snilld.

Það er annars ekki tekið út með sældinni að hafa svona framkvæmdir. Einhvern tíman um daginn var ekkert kalt vatn hjá manni. Hvorki hægt að bursta tennur eða komast í sturtu undir 60¨C. Klósettkassinn vatnslaus og allt í steik. En hvað um það. Það er ágætt að laga þessa götu eitthvað. Þá fer kannski eitthvað að draga úr því að menn og konur séu að klessukeyra bílana sína hér á bæjarhlaðinu, eins og hefur gerst með nokkuð reglulegu millibili að undanförnu.

Núna eru þeir síðan að bora og hamas. Kannski ráð að fara bara í vinnuna.