Monday, December 19, 2011

Ístruflanir

VMM_4074Klakahröng á Þjórsá fyrir neðan Urriðafoss

Ístruflanir er skemmtilegt orð. Það má segja það eins og á að segja það, þannig að það skiptist í atkvæði sem ís-trufl-an-ir en svo má líka segja það alveg kolrangt sem ístru-flanir eins og eitthvað semn er að flana að ístrum. Eftir langan frostakafla er ekki við öðru að búast en að það sé komin einhver klakamyndun í öllu vatni, hvort sem það rennur eða ekki.

VMM_4068Þegar maður er að þvælast með vatnamælingasérfræðingum þá verður auðvitað að nota hvert tækifæri til að vakta vöktunarbúnaðinn. Í Þjórsá rétt fyrir neðan þjóðveginn er foss sem er núna helst frægur fyrir það að hann á hugsanlega að virkja en þar er einnig eitthvert umfangsmesta ísmyndunarsvæði í íslenskum straumvötnum. Skv. því sem vatnamælingasérfræðingurinn sagði mér þá byrjar áin að krapa fyrst og svo frýs hún á meðan rennsli er enn í yfirborðinu og það veldur því að klakastykkin hrannast upp eins og sést á myndinni að ofan. Meðfram bakka árinnar að vestan verðu var örmjótt íslaust eða hálf íslaust belti, einungist örfáir metrar ef það þá náði því allst staðar. Þar utar hafði ísinn hrannast upp. Þetta þykir skoðunarvert og hefur myndavél verið komið upp til að skrá upplýsingar um fyrirbærið. Eitthvað stóð símasambandið við myndaélina á sér og var reynt að skoða hvað olli því. Orsök ekki ljós og komst ekki í lag en myndavélin tók mynd fyrir okkur á meðan við vorum þarna. Jafnvel spurning hvort maður hafi verið á myndinni!


VMM_4123Urriðafoss í klakaböndum

Á bakaleiðinni litum við á Urriðafoss. Hann er ekki allur í klakaböndum en sérkennilegt var að sjá allt vatnið í ánni fara undir ís rétt fyrir neðan fossinn. Eins og sést á myndinni að ofan þá nær vatnstunga að ísnum og þar hverfur öll áin undir ísinn. Ágætt er að hafa í huga að þetta er ekkert smáræðisrennsli því rennslinu í ánni er stýrt til að tryggja jafna rafmagnsframleiðslu og því er ekki þarna um neitt takmarkað rafmagnsrennsli að ræða heldur umtalsvert vatnsmagn, þó ég kunni ekki að segja til um rúmmetrafjölda á sekúndu.

Tvennt til sérstakrar ánægju og gleði í dag

Það kom jólakort inn um bréfalúguna í dag. Sá sem sendir yfirleitt engin kort fær ekki mörg kort sjálfur. Flest kort er gaman að fá en þetta kort fannst mér einhvern veginn sérstaklega gaman að fá. Þarf líklegast að hringja eða senda kort til baka á Egilsstaði. Hvur veit.

Svo birtist allt í einu eitt stykki einkunn. Prófin voru farin að hafa þvílík hræðileg áhrif á mig að það kom iðulega fyrir að mig dreymdi einhverjar ægilegar steindir eða einhver dularfull jarðlög. Núna er einkunnabiðin farin að hafa sömu áhrif á mig. Dreymdi að ég hefði fengið 10 í einu fagi. Það gekk ekki alveg eftir og einkunnin ekki einu sinni í sama fagi. En má líklegast vera glaður með að þetta er hæsta einkunn sem ég hef fengið í háskólanámi.

Aðfentuferð á Fellsmörk

VMM_4185Í skóginum stóð kofi einn

Það fóru bræður í Fellsmerkurferð á aðventu eins og oft áður. Gunninn hafði kíkt inn í Fellsmörk fyrr í vikunni í einni af sínum yfirreiðum og þá séð sér til mikillar undrunar að framkvæmdir voru komnar á fullt. Meistarinn í Álftagróf ekki að baki dottinn. Búinn að semja við Suðurverk um að gera herjarinnar varnargarða og litur út sem þar fari saman bæði stór framkvæmd og mikið af skynsemi og má því hugsanlega vonast til þess að þarna sé verið að leysa vandamál til frambúðar.

Þegar við komum var myrkur að skella á en það aftraði ekki ýtukörlunum við að hamast í sinni jarðvinnu. Var ein risajarðýt að ýta upp efni varnargarðinn og önnur bara stór að slétta úr uppi á garðinum. Svo voru trukkar á fleygiferð og skurðgrafa að setja út grjótvörn.

VMM_4147Framkvæmdir í skjóli myrkurs

Daginn eftir gátum við skoðað betur og séð yfir framkvæmdasvæðið eins og sést á myndinni hér fyrir neðan. Þetta er herjarinnar garður sem búið er að gera þarna en reyndar með takmarkaðri grjótvörn. Gunni sem talaði meira við karlana skildi þá þannig að það ætti svo að gera annan garð sem myndi ná ofar og hann yrði grjótvarinn mun betur og ætti þá að standa áhlaup ánna af sér. Er óskandi að þetta gangi eftir þannig að vegavandræð Fellsmerkur séu þá þannig séð úr sögunni.

Pano_5-1500Séð yfir framkvæmdasvæðið. Hægt að smella á myndina til að fá hana stóra

Í skóginum okkar var hins vegar allt á kafi í snjó. Þurfti að moka upp bæði grillstæði og arinstæði. Ágætlega gekk að kveikja upp í grillinu og hellusteinarnir sem voru settir þarna í haust virkuðu bara mjög vel. En það var annars alveg ljóst að ef grillstæðið hefði ekki verið merkt með einhverju priki hefði verið erfitt að finna það. Var rekið niður steipujárn eitt og stóð bara lítið af því uppúr snjónum. Ef snjór hefði verið svona þriðjungi meiri þá hefði járnið verið horfið!

VMM_4179Logar glatt í grillinu

Wednesday, December 14, 2011

Og þá hefst biðin eftir einkunnunum

Prófin mín búin þetta misserið. Þarf að ákveða hvaða fög og hvað mörg verða tekin eftir áramótin. Úttektavinna á morgun og svo eitthvað meira í næstu viku. Þarf líklegast að gera einhvern skurk í vinnumálum ef ég ætla ekki að verða gjaldþrota!

Prófið gekk annars bara svona og svona. Spurningarnar frá uppáhaldskennaranum voru frekar snúnar sumar og eiginlega dálítið fúlt að ég skildi ekki allt sem átti að gera. Eitthvað skrambans jarðfræðikort sem ég botnaði ekkert í þannig að ég varð bara að skálda eitthvað. Hinn kennarinn sem er ekki alltaf jafn mikið uppáhalds var hins vegar bara með fínt próf. Ég get annars kvartað undan hvorugum. Það þýðir víst ekki mikið að kvarta yfir því sem maður skilur ekki. Maður á bara að skilja hlutina.

Verst að það var ekkert spurt um bergormana sem ég kalla alltaf gorma ;-)

En afslappelsi í kvöld, vinna á morgun og hinn og svo vonandi Fellsmörk um helgina.

Síðasta prófið í dag og hálf sprunginn á limminu

Göt í steini - Við Hagavatn

Greinileg ummerki eftir bergorma, svokallað gorma sem fyrirfinnast í bergi ímyndunaraflsins

Síðasta prófið í dag og verð að játa að ég er hálf sprunginn á limminu. Hafði eiginlega of mikinn tíma til að lesa fyrir þetta síðasta próf sem er reyndar líka með frekar miklu efni til að lesa. Er ekki alveg sáttur við allt í því fagi, kemur kannski eitthvað um það í öðru bloggi ef þannig liggur á mér.

Það væri síðan skemmtilegt ef ég fengi að segja frá bergormunum, hinum svokölluðu gormum sem ég fann ummerki um í gömlu grjóti við Hagavatn. Einhverjir myndu segja að þetta væru einhverjar gamlar gasfylltar blöðrur í grjótinu en það sést þó vel á myndinn að þetta eru för eftir orma sem hafa verið í kvikunni og hafa svo skriðið út. Heita þeir fullu nafni bergormar en eru í samræmi við það að weblog er kallað blogg, kallaðir gormar sjálfir.

Jájá... greinilegt að maður er hálfnaður eða rúmlega það við að lesa yfir sig!

Saturday, December 10, 2011

Ein skíðaferð á dag kemur skapinu í lag

The transportation equipment

Reyndar bara nær fjögurra ára gömul mynd úr páskaferð 2008 í Lakagíga - en samt eitthvað samskonar og skíðin sem hafa verið brúkuð síðustu tvo dagana... þetta eru víst annað hvort Palla- eða Rósuskíðaprik sem eru á myndinni sko en mín eru eitthvað svipuð.

Á skíðum í Heiðmörk tvo daga í röð

Kannski ekki alveg að slá slöku við en það verður að nota eitthvað þennan snjó og þennan kulda. Búinn að fara núna tvo daga í röð í Heiðmörkina með Gunnanum. Próflesturinn eitthvað slakari núna en fyrir síðasta próf. Bæði að núna hef ég lengri tíma og svo líka að almennu jarðfræðina kann ég eitthvað betur en steindafræðina... held ég. Er annars ekki allt of viss lengur og síðan líka ljóst að það er alveg hálfur annar hellingur sem þarf að lesa fyrir þetta próf. Og Ármanninn sem gerir helming prófsins nokkuð líklegur til að spyrja út í einhver smáatriði sem erfitt er að hafa reiður á. En svo sem kannski ágætt... það á enginn að fá 10 nema hann kunni þetta alveg upp á 10!

Going skiing for two days

I had one whole week to prepare for the next exam and also that's something I'm (was) supposed to know a lot about. So I took the opportunity and went skiing to Heidmork (Nordic skiing) for the last two days. No not the whole days but several kilometers each evening with my brother. That area in Heidmork is fantastic for skiing. Walking in the forrest in the snow and in the frost is something everybody has to do some day!

What the walking path in Heidmork can look like you can see the photo below from a walking tour there (not skiing) new years day 2010.

2010-001

Anna María walking on a path in Heiðmörk - new yeras day walking 2010

Wednesday, December 07, 2011

Steindafræðin drap mig ekki... alveg

Veit ekki alveg hvernig það próf gekk. Fáar krossaspurningar, með mikið vægi en efnismiklar ritgerðarspurningar giltu helst til lítið og prófið þá í heildina gríðarlega efnismikið. Eftir gríðarmikil skrif á prófinu þá líklegast náði ég að gera öllu einhver sæmileg skil en hálfpartinn vorkenni ég Snæbirninum að þurf að fara yfir þetta allt. Mín svör voru í það minnsta flest hver ekki í styttra lagi. Hann fær svo plús fyrir að hafa ekki verið með of mikið af utanbókarlærdómssteindaspurningum. Í öllu falli þá lærði ég ekkert um efnaformúlur og nöfn einhverra steinda sem ég taldi ekki skipta miklu máli og komst upp með það held ég algjörlega á prófinu. Síðan mun ég aldrei fyrirgefa honum að vera að spyrja út í hleðslur einhverra jóna sem ég hef aldrei heyrt um og get ekki séð að skipti nokkru einasta máli.

Annars með þessar steindir. Ég fór eitthvað að segja einum annáluðum nörd frá einhverjum amfíbólum og reyna að skýra út fyrir honum hvernig hraun storknar og hvernig steindir myndast. Hægt og rólega varð nördinn tómur í framan og þá líklegast fattaði ég hvað jarðfræði og að minnsta kosti steindafræði er dásamlegt nördafag. Getur jafnvel yfirkeyrt alvöru tölvunörd!

Prófið að öðru leyti bara flott hjá honum og ekkert of mikið verið að spyrja út úr leiðinlegum utanbókarlærdómi. Og gekk líklegast bara ágætlega einkum ef miðað er við það að ég mætti almennt ekki nema í annan hvern tíma því ég lét setlagafræði á sama tíma ganga fyrir.

Svo þegar heim kom var ástæða til að halda uppá. Keypur kjötbiti í Krónunni og held ég í fyrsta skipti drukkið fullklárað rauðvin frá Toskana af árgerð 2008. Það haust kólnaði helst til snemma þannig að líklegast náðist ekki öll uppskeran í hús en vínið var hins vegar samt alveg fyrirtak!

Næsta próf er hins vegar jarðfræðin hjá þeim félögum Hregga og Ármanni. Þarf helst að massa það all rosalega! Má ekki valda Hregga vonbrigðum og þarf að sína Ármanni að ég kunni víst eitthvað í jarðfræði!

Tuesday, December 06, 2011

Að skilja eða að læra utan að

Kristallar í Þjórsárhrauni - dílabasalt Frostrósir á glugga Ventó

Ólivín í plagíóklasi vinstra megin en falleg "ís-steind" hægra megin

Ætlar steindafræði að drepa mig?

Hann Snæbjörn sem kennir steindafræði leggur mikla áherslu á það að það á ekki að leggja áherslu á að læra hluti utanað. Samt kemur hann með lista yfir meira en 50 steindir sem á að kunna skil á og þar af yfir 30 sem á að kunna efnaformúlur fyrir. Ég veit ekki alveg hvað á að kalla utanbókarlærdóm og hvað ekki. Mér gengur yfirleitt ekki mikið að kunna hluti almennilega utanað eins og páfagaukur en ef ég get sett þá í samhenig við eitthvað annað þá gengur það eitthvað skár.

Mér gengur svo sem ágætlega að muna það sem máli skiptir á þessu stigi fræðanna einmitt fyrir eitthvað eins og Ólivín og Plagíóklas sem myndast í blandröðum og ekki blandröðum, silikat sem er svona eða hinsegin og þróast á ákveðinn hátt. Hins vegar að muna einhverjar 5 gerðir af oxíði og aðrar 5 gerðir af súlfíði ásamt einhverjum haug af veðrunarsteindu, það er eiginlega ekki tebollinn fyrir minn heila. Þó ég kannski geti þulið það upp á prófinu þá mun ég flýta mér að eyða þeirri þekkingu út úr heilanum eins fljótt og hægt er því þannig þekking hefur ekki tilverurétt í mínum heila.

Það er annars undarlegt að alltaf skal maður á einhverjum tímapunkti próflestrar gjörsamlega vera hættur að læra fyrir sjálfan sig og þekkingarinnar vegna heldur eingöngu til að fá einhverja almennilega einkunn. Og þar sem einkunnirnar mínar síðasta vor fóru fram úr flestum upphaflegum væntingum, þá hafa væntingarnar verið uppfærðar miðað við það. Það er því best að standa sig!

Ólivín-plagioklas myndin er úr Þjórsárhrauni frá því síðasta vor en ískristallinn var í gær innan á aftur-hliðarrúðu í honum Ventó. Það er nefnilega ennþá frost úti.

Monday, December 05, 2011

Bjargað því sem bjargað verður

My small garden house almos falling down

Kofinn ennþá dálítið siginn... reyndar eftir viðgerðina!

Í garðinum
Það var reyndar fyrir einhverjum árum, líklega bara fyrsta veturinn okkar Hönnu Kötu í Hæðargarðinum að kofaræfillinn í garðinum fór að láta aðeins á sjá. Þakið fór að síga og hinir voldugu þakbjálkar sem eru rúmlega tommulistar fóru að gefa sig. Ég man að minnsta kosti að einhvern tíman kom viðgerð á þakinu til tals þegar Ólöf af neðri hæðinnni var að tala við okkur Hönnu Kötu. Talinu var auðtivað bara eytt og sagt að ég myndi laga þetta einhvern tíman þegar vel lægi á mér. Síðan eru liðin mörg ár og þá líka margir vetur og stundum hefur snjóað töluvert. Þakið hefir sigið meira og meira og þakbjálkinn gríðarlegi brotnað meira og meira. Núna um daginn ákvað ég að við svo búið mætti ekki búa lengur. Byrjaði sjálfur á að pjakka eitthvað undir þakið en fékk síðan lánaðan glussatjakk frá pápanum mínum og bróðirinn kom því það er ekkert áhlaupaverk að að lyfta brotnu þaki!

Þetta varð heilmikið at en eins og sést á myndinni til hliðar þá er kominn nokkuð öflugur stólpi til að halda þakinu uppi og geri ég ráð fyrir að viðgerðin haldi í vetur. Það þarf svo eitthvað að laga þetta varanlegar næsta vor. En það er langt þangað til!

The small hut in my garden
The roof on my small garden house has been going down for some years now. Now when we have all the snow here in Iceland I decided something had to be done. My brother came to help me and we managed to build something to keep the roof in the proper place.

Fixing temporally my garden house

Thursday, December 01, 2011

Að ná samt að fara út að leika sér aðeins í próflestri

on my bike in the snow

Í ullarsokkum og hjólabrókum. Smekklegt eða hvað?
wearing wool socks and running pants on my bike... nice or what?


Jájá... komst aftur út að hjóla svona smá í dag.

Annars eitt að frétta að það var farið út í garðkofa og settar upp einhverjar stoðir til bráðabirgða til að koma í veg fyrir að þakið hrynji. Mænissperran sem er óttalegt drasl er brotin og núna þegar snjór er kominn á þakið þá er þetta eiginlega að hruni komið. Ætla að versla mér einhverjar spýtur og fá lánaðan glussatjakk til að bjarga því sem þá kannski bjargað verður.
Well - yes, I was able to go out on my bike again today... just as I did yesterday.

Before the short bike tour I had to do some fixing in my tiny garden house. The roof on the garden house is falling down. I started to break down couple of years ago in heavy snow. Now it is almost falling down. I'm very much afraid if I do nothing it will fall down completely if it starts raining and the snow will get wet.

But I’m crazy. I should be reading some sedimentigraphy stuff for my final exam in one course tomorrow... but istead I just started blogging again and even in Egnlish!


Frost og fallegt veður í próflestri

VMM_3900

Í elliðaárdal í góðri peysu og með góða húfu


Það er ekki einleikið hvernig veðrið leikur mann þegar maður ætlaði sér að vera bara að lesa fyrir próf. Þetta á reyndar að vera gaman og ég ætla ekki að fara að verða einhver einkunnaþræll þannig að það er kannski bara eins gott að hafa farið aðeins út undir bert loft. Fór í smáhjólatúr í frostblíðunni í henni Reykjavík.

En það var kalt. Kallt eins og Óli Ingólfs myndi hafa það. Veður fyrir lopapeysu, trefil og ullarhúfi og eitthvað enn meira. Þetta er reyndar veður alveg verulega mér að skapi en samt kom kuldaboli og beit mig í tærnar og kleip mig í kinnarnar. En það var nú bara gaman samt.

Tók einhverjar Reykjavíkurlegar myndir sem ég svona þessa fyrri hér fyrir neðan rugglaði alveg í keing í photoshop. Sá einhverjar svona myndir á Flickr um daginn og fór sem sagt að herma. Ekki nógu gott.

Svo skondið að konan á myndinni neðst ætlaði varla að fást af stað. Hún var alveg handviss um að hún væri að eyðileggja fyrir mér myndina. Ég tók reyndar mynd án þess að nokkur væri á brúnni en sú mynd varð ekkert sérstök. Á svo líka mynd af hjólreiðamanni á brúnni.

VMM_3885

Sólheimablokkirnar skakkar og skældar í frostinu



VMM_3930

Gengið yfir brúna