Þar er nýi safnkassinn, gamli safnkassinn og heimasmíðaða eðalisfína moldarsigtið mitt, gamla gasgrillið mitt sem er er orðið að kolagrilli, einhver garðáhöld og garðhúsið að hruni komið í bakgrunni!
Í fyrra var ég eitthvað að vandræðast með safnkassann í garðinum hjá mér, sem er ekki mjög stór, safnkassinn sko. Garðurinn er reyndar ekki heldur neitt rosalega stór.
Ætlaði alltaf helst að fá safnkassa fyrir slykk hjá Borgarplasti en þeir voru samt dýrir og ég ekki í neinu sambandi við þá félaga mína þar. Svo var einhver ekkert svo slæmur safnkassi hjá Byko sem kostaði heldur ekkert svo rosalega mikið. En þegar ég loksins ætlaði að kaupa hann þá var hann ekki lengur til. Ég lét það ekki henda mig annað árið í röð og núna hef ég svona eiginlega þrefaldað moldargerðarmöguleikana mína.
Týndi einhver dauð sprek sem reydnar rotna eiginlega ekki neitt. Sams konar sprek frá því fyrir ári síðan eru víst nefnilega við sæmilega heilsu ennþá en einhver mold hefur nú samt verið að myndast þarna.
Reyndar vill hún á neðri hæðinni fara að kaupa einhvern til að sjá um garðinn en ég hef eiginlega ekki mikinn áhgua á því að fara að borga einhverjum fyrir að sjá um garðinn hennar og hundsins hennar. Vil skipta garðinum upp og ég fái minn garð og hún geti haft sinn garð fyrir sinn ágæta geltandi hund.
Það verður samt að játast að það var nú ekki mikill hundaskítur í garðinum að þessu sinninu!
No comments:
Post a Comment