Jarð- og landfræðinemar við jökulker af stærri gerðinni fyrir framan Gígjökul
Þá hefur maður farið í jarðfræðiferð með öðrum nemöndum. Það var í mestan part bara gaman en samt eru sumir dálítið eins og úti á þekju. Kannski birtist best í því að vera einsamall í herbergi og geta ekki taggað neinn á myndunum sem fóru áðan á fésbókina... ja reyndar fyrir utan Rakel og Hönnu Lilju á einni mynd sem er auðvitað ekki svo lítið. Annars mikið betrara að skoða myndirnar á Flickr þar sem verður til sett af myndunum í eitthvað skárri upplausn.
Ég man síðan ekkert úr ferðinni sem slíkri þar sem dagbókinni úr sem lýsti öllu... nákvæmlega öllu sem fyrir augu bar... var skilað til yfiferðar í lok ferðarinnar!
Spekúlerað í öskulögum við Hólmsárbrú
Í lok ferðar var farið upp á Kögunarhól við Ingólfsfjall hvar ótrúlega góð skýjamyndum blasti við. Kannski spurning um að gefa nafna mínum Sveinbjörnssyni þessa mynd til að nota í skýjamyndakennslu einhvern tíman. Hægt að smella á myndina til að fá hana súper stóra!
Skýjamyndir suðurlands ofan af Kögunarhóli við Ingólfsfjall. Hægt að smella á myndina til að fá hana stóra - stóra
Veðrið var mjög sérstakt. Skúraveður með frekar köldum skúrum og þegar við vorum á Selfossi kom á okkur slydda eða mjög blaut snjókoma. Jörðin var heit þannig að snjórinn bráðnaði um leið og hann lenti. Svo stytti upp og sólin braust fram. Uppgufunin var svo mikil þarna í Kögunarhól að það rauk úr honum. Skýjabólstrar hrönnuðust upp og þessi mynd var tekin til austurs-suðurs-vesturs.
Myndir úr ferðinni eru á Flickr.
Svo þegar ég komst í netsamband heima hjá mér þá komst ég að því að einkunnagjöf í SMS virkar ekki baun í bala. Þrjár einkunnir komnar og jújú... er núna kominn með jafnmargar níur og í verkfræðináminu hér í dentíð. Ekkert rosalega slæmt það og jarðfræði2 einkunnin ætti að koma á morgun.
No comments:
Post a Comment