Það var borðað saman í foreldrahúsunum núna í kvöld. Mikill hávaði og mikil læti. Bæði í frænkubörnunum mínum sem þurftu auðvitað að láta vel í sér heyra og hlaupa um allt með svo skemmtilega miklum látum að sú eldri var komin með harðsperrur í magann af öllum ólátabelgslátunum.
Svo við matarborðið þurfti að ræða svo mikið og svo margt að ekkert venjulegt fólk hefði komist að. Var þá rifjað upp eitthvert komment sem einhver vinkona eða einvher kærasta lét einhvern tíman falla að við værum eins og ítölsk fjölskylda. Allir að tala hver í kapp við annan um hin aðskiljanlegustu málefni. Núna voru þau reyndar aðallega um Vantajökulsferðir, eldgos, jarðfræðí og jarðrfræðinga. Já, bara mikið gaman en kannski ekki alveg fyrir alla!
Svo er hnéð á mér eitthvað aðeins að skána eftir að hafa verið í hnéhlíf í allan dag.
No comments:
Post a Comment