Monday, May 23, 2011

Og þá fór að gjósa

Vorferð HSSR í maí 2011 á Vatnajökul

IMG_5080

Stuð á gaurnum að skíða niður af Grímsfjalli


Þá skyldi haldið á Vatnajökul í nokkuð árlega HSSR vorferð. Ég reyndar að fara í mína fyrstu HSSR ferð þangað en ekki í fyrsta sinn á jökul eða á Grímsfjall. Í fyrra komst ég ekki út af önnum í vinnu en því er ekki til að dreifa núna. Skýrrararnir síðan komust ekki vegna sinna vinnuanna núna en það er önnur saga.

Haldið úr bænum og tjaldað á leið upp að Skálafellsjökli á miðvikudagskvöldi. Komið seint og um síðir í náttstað og víð Ívar sem ætluðum að deila tjaldi ekki sérlega lengi að koma okkar bústað upp. Ljómandi gott Helsport tjald sem hann var með en samt hálf lágt til lofts í því fyrir minn smekk.

Svo var vaknað snemma eftir að hafa farið að sofa seint og haldið á jökul. Skíðamenn hangandi aftan í Bola og jeppar tveir á stundum þar líka. Annað hvort bilaðir eða fastir. Þetta gekk annars ekkert of vel allt saman. Veðrið hálfgerð hríðarmugga og strekkingsvindur og svo fóru bílarnir að bila. Reyndar fyrst gekk ekki baun í bala að komast upp brekkuna við Jöklasel og endaði það með því að Bolinnn snéri við eftir klukkutíma stím og dró annann upp en hinn gat Straumurinn keyrt upp í spor Bolans. Svo bilaði annar Patrollinn og aumingja Frímann bara kominn í tog. Óttalegt ófæri á jöklinum líka og hin pjattrollan í slóðinni bara.

ERS_5846Ein pjatrolla í togi og hin í slóðinni


Hávaðarok á Grímsfjalli. Lykillinn ekki á sínum stað og þurftum að grípa til neyðarúrræða. En inn komumst við eftir að hafa mokað svolítið frá.

ERS_5857

Það þurfti að sjálfsögðu að moka sig inn í skálann á Grímsfjalli


Veðrið var hávaða rok. 20m/s líklega og mikið hvassara í kviðunum. Ekki stætt til að komast í gufuna sem var frekar köld. Sturtan hins vegar brennandi heit. Sovét í heilan dag að segja. Margt hefðbundið gert. Spilað, sagðar sögur, leystar gátur, lesinn Jökull og gamlar Ferðafélagsbækur.
ERS_5905

Sigga og Lambi "kotroskin" en Katrín leysir villuþrautirnar


Fórum í íshellaleiðangur. Veit ekki hvort það þýddi eitthvað en mér fannst jörðin óvenju heit í íshellunum. Ég reyndar ekki í miklu stuði og fór ekki inn í þá að neinu ráði. Hef reyndar aldrei vitað íshellana svona lágreista áður. Veit ekki hvort við vorumá röngum stað en held samt ekki. Þeir voru bara frekar litlir.

Eitthvað dyttað að bíulunum sem voru frekar báðir frekar slappir. Annar með bilað framdrif en hinn illa þjakaður af magaverkjum í vélinni. Áltiið að þar hafi ís í olíu haft eitthvað að segja. Enginn ísvari með í för.... hvers konar útbúnaður er þetta eiginlega á þessum félögunum mínum.

ERS_5898

Daníel á prímusnum


Svo datt allt á dúnalogn að morgni laugardags. Nú skyldi haldið af stað að Þumli og hann klifinn. Gert ráð fyrir að tjalda þar. Eitthvað dróst nú brottförin samt. Frá mörgu að ganga áður en hægt var að halda af stað og svo þurfti að ná eins og einu drifskafti undan þeim framdrifsbilaða.

Á meðan sumir voru fastir undir bílunum fóru aðrir í smágöngu fram á brúnir og horfðu ofan í Grímsvötnin. Enginn vissi hvað í vændum var. Ímyndun eða ekki en ég hafði fundið eitthvað sem hefði getað verið jarðskjálfti um morguninn en samt alls ekki viss. Grímsvötnin sýndu sitt fegursta andlit!

Með Grímsvötn í bakgrunni

Séð yfir Grímsvötnin


Grímsvötn að morgni gosdagsins 22. maí 2011Myndin að ofan sýnir Grímsvötnin og stór útgáfa af panorama mynd af Grímsvötnum er hér til hliðar. Hvort eitthvað er hægt að sjá að hafi verið farið af stað veit ég ekki. Til að sjá myndina stóra þá smellir maður á hana bara. Sendi Magnúsi Tuma svona mynd til að hún væri kannski nýtileg einhvers staðar.

En við vissum ekkert og héldum bara af stað. Héngum aftaní og ég snéri á mér hnéð. Reyndar ekki nein ósköp þar sem það lagaðist vonandi að mestu á fáum dögum í hnélífinni minni heima.

Afturdrifséppinn alveg að standa sig en sá með magaverkina ekki að geta neitt og hangandi aftan í hónum Bola. Ég í honum með Frímanni og stilltir á einhverja ranga Tetrarás. Allt í einu stoppaði bara Boli í smá tíma. Einhver talstöðvarsamskipti um einhverja aðra á jöklinum og svo bara haldið áfram. Eitthvað dularfullt og svona hálftíma seinna kallaði frímann í talstöð hvað hefði verið um að ræða. Og svarið... það er bara farið að gjósa í Grímsvötnum. Ég orðlaus algjörlega. Bara eitt stórt "ha".

Brátt bárust fréttir af því að gosmökkur væru kominn upp í gegn og við héldum bara áfram að fjarlæjgast atburðina. Vorum líklega í svona 20km fjarlægð þegar það byrjaði að gjósa. Sáum undir gösmökkinn þegar við stoppuðum.

ERS_6065

Séð undir gösmökkinn



Ég áttaði mig eiginlega ekki á þessu fyrr en þegar heim var komið hvað þetta var merkilegt. Tók allt of lítið af myndum. Var enda hálf bæklaður eitthvað inni í bíl með bögglað hné og Frímanni líka ekki alveg í essinu sínu á bilaða bílnum hangandi aftaní.

Þumall algjörlega afskrifaður (afskriðaðist reyndar aðallega út af bílabilunum upphaflega). Til stóð að koma báðum bílunum af jökli og fara svo til baka til að taka öskusýni. Einhverjir áttu að geta farið með. Svo breyttust plön og við öll á leið niður af jökli og jarðvísindakarlar á leið úr Reykjhavík til að fara með Bola að eldstöðvunum.

Ég síðan að reyna að ná í Gunnann til að grobba mig af því að vera loksins nær einhverjum atburðum en hann. En hann ekki að svara neinum símum. Edna ekki furða. Bölvaður melurinn var bara að fljúfa yfir gosstöðvarnar!

ERS_6071

Reykur undir reyk á við Jöklasel á Skálafellsjökli


Við gistum í barnaskóla á Höfn. Boli gerður ferðbúinn og Lambi skilinn eftir við Skálafellsjökul til að fara með vísundunum. Enginn með rænu á að betla að fá að fara með. Veit ekki hvort það hefði gengið en samt kannski. Verð bara að komast í JÖRFÍ ferðina á næsta ári.

Vegir á Suðurlandi lokaðir út af öskufalli við Freysnes og Vík en við með leyfi til að fara. Ekki mikið öskufjúk eða fall á leiðinni en samt greinilegt að mikið hafði gengið á þar sem öskufallið var örðið umtalsvert strax sólarhing eftir að gosið hófst.

ERS_6195

Aðkoman að Skaftárskála ekki mjög kræsileg


Vorum komin heim um miðnætti og var maður hálf lúinn eftir þetta allt saman þó líkamlegt erfiði hafi nú ekki verið mjög mikið, sitjandi inni í bíl, húsi eða hangandi aftaní allan tímann!

Myndaserían úr ferðinni er síðan hér á Flickr.

....

No comments: