Wednesday, May 04, 2011

Kaflaskipti

Tók seinasta prófið núna í morgun. Þau voru nú reyndar ekki mörg prófin. Kúrsarnir voru fjórir. Í einum voru vikuleg próf og ein ritgerð en ekkert lokapróf, í einum voru verkefni og síðan þriggja daga heimapróf sem gilti ekki nema einhver 25%, svo stóra jarðfræðiprófið fyrir viku síðan sem gekk eiginlega frá mér en ég held að ég hjafi gert bara þokkalega hluti á og svo í morgun loftslagshlutinnn í Vatna- og loftfslagsfræði.

Dálítið undarlegt próf eða svona hvernig staðið var að því. Það var einhver hyper rúmlega miðaldra kona sem stjórnaði öllu í stofunni sem prófið var. Hélt langa fyrirlestra og vísaði til fyrri reynslu sinnar. Hélt áfram eftir að prófið var löngu byrjað að trufla með einhverjum fáránlegum tilkynningum. En það skondna var að prófið sem átti að vera 1,5 klst var bara gert að þriggja tíma prófi eða það sýndist mér. Ég gerði ráð fyrir einum og hálfum og var eiginlega búinn þegar sá tími var liðinn og skilaði bara en flestir sátu áfram. Varð til þess að ég missti af því að fara á kaffihús eða eitthvað með henni Björgu. En það hlýtur að gefast annað tækifæri til þess. Hef ekki kynnst mörgum þarna í HÍ í vetur og eiginlega helst henni Björgu sem var með mér í hópverkefni í vatnafræðinni.

Svo eftir hádegið þá breyttist ég úr skólastrák í stjórnunarráðgjafa og kennara. Var að kenna á úttektanámskeiði eftir hádegið með Kjartani í Vottun. Fastir liðir eins og venjulega. Námskeiðið orðið 17 ára gamalt. Ekki slæm ending það á svona námskeiði.

Komst svo loksins í langþráðan hjólatúr. Varð reyndar ekkert of langur þar sem ég ætlaði að halda upp á próflokin með að sötra smávegis rauðvín með steiktum lambaskanka. Rann ljúft niður.

Já svo annars. Er svona að ganga frá því að verða skálvörður hjá FÍ í Landmannalaugum í júlí í sumar. Verður vonandi bara gaman að prófa það!

Já og svo er stefnt á Fellsmörk um helgina en reyndar ekkert sérstaklega hagstæð veðurspá og svo á líka að fara í jeppakaupaleiðangur. Það verður að bíla sig eitthvað upp held ég fyrir sumarið.

No comments: