Monday, May 09, 2011

Græðlingaferðin mikla á Fellsmörk

Sumarið komið á Fellsmörk
Það var farið að grænka á Fellsmörk

Jæja... þegar vorið er komið hlýtur sumarið að vera á næsta leyti og það var í Fellsmörk. Held svei mér að þar sé ekkeret vor lengur, heldur bara sumar! Við bræður fórum ekki af stað fyrr ein seint og um síðir. Báðir eitthvað að garðstússast á sitt hvorum staðnum í henni Reykjavík. Reytndar aðallega hann hinn en ég svo sem ekkert ósáttur við að æða ekki af stað í neinu offorsi. Báðir orðnir banhungarðir þegar austur kom og átum hálf svikna nautateik sem var næstum því bara hakkabuff en vorum líka með sneið af hesti sem var alveg eðalis.

Vorum ekki alveg jafn morgunlatir í Fellsmörk og stundum. Reyndar ekki hægt að vera jafn latur þar um sumar og um vetur. Á veturna þegar ekki lýsir af degi fyrr en undir hádegi er engin ástæða að fara á fætur fyrr en þá eða þar um bil. En ég fór fyrst út og tók einhverjhar myndir eins og þessa blaðgrænulegu að ofan.

ERS_5057
Gunni gerir að græðlingum á Fellsmörk

Síðan eftir morgunmat hófst græðlinganiðurpotið ógurlega! Gunni hafði víst verið í hérumbil skógarhöggi heima hjá sér og fyrir tveimur vikum kom hann með heilt kerruhlass af græðlingum sem var að stórum hluta ennnþá óniðurstungið. Eitthvað meira komum við með líka núna þannig að það var tekið til óspilltra málanna. Hrúgan sem græðlingameistarinn er við á myndinni að ofan var bara hluti (reyndar þó meirihluti) græðlinganna sem við vorum með. Kláruðum þetta samt ekki en nóg samt. Settum aðallega ofan í mýrina að þessu sinni neðan og innan vegar. Fyrir tveimur vikum hafði Gunninn sett niður í mýrina við kofann held ég sé. Reyndar veit ég aldrei hvað hefur verið sett niður hvenær hvar og e.t.v. búið að setja niður þarna áður að einhverju leyti en afföll orðið helst til mikil. Dreg það nú samt í efa.

ERS_5231
Flöskutré

Á meðan Gunni snirti efraborð græðlinganna tók ég flöskur ofan af grenitrjám. Það voru grenitré sem við gróðursettum sumarið 2009 og líklega einum til tveimur árum fyrr líka. Fyrstu trén sem við gróðursettum þarna í þessari brekku fengu ekkert skjól sinn fyrsta vetur og þau drápust flest ef ekki öll. Það er eitthvað meiri árangur núna en hann er ekki of mikill. Við setjum þessi tré niður, útbúm hlífar úr gömlum gosdrykkjarflöskum og mótavír sem er keyptur í Bykó. Síðan þarf fyrstu haustin að setja hlífarnar yfir trén og taka þær af aftur að vori. Þar sem við leggjum á okkur að hlífa trjánum er veðurofsinn ekki aðal skaðvaldurinn, heldur er það bölvuð yglan sem blossar upp að haustlagi og étur allt barrið af trjánum. Minnstu trén geta verið étin af einni eða tveimur yglum upp til agna. Það er allt barrið er étið.

síðan þau tré sem lifa af þau vaxa að lokum upp og þá gerist það al undarlegasta af þessu öllu. Það erum ekki við sem gróðursetjum sem eigum trén heldur er það Skógræktarfélag Reykjavíkur sem á trén og síðan samkvæmt samningum Skógræktarfélagsins og Landbúnaðarráðuneytisins þá á hugsanlega ríkið trén. Reyndar eru einhver örlítil rök sem hníga að þessu þar sem stór hluti trjánna kemur upphaflega frá Landgræðsluskógaverkefninu en það er alls ekki þannig um öll trén.

Svo er það svo undarlegt að við sem erum vinnumenn annarra að planta þarna, leggjum mikið á okkur við að fara þarna austur í Mýrdal frá Reykjavík, borgum töluverðaupphæð til Skógræktarfélags Reykjavíkyr fyrir að fá að planta þarna og hugsanlega byggja einhvern sumarbústað í framtíðinni. Eða ekki þar sem það er búið að taka þann rétt af okkur. Og þessir sömu aðilar, Skógræktarfélag Reykjavíkur og e.t.v. Landbúnaðarráðuneytið hafa frá upphafi þessa verkefnis komið sér hjá því að leggja eða viðhalda girðingum og vegum á svæðinu.

Já, Fellsmörk er hin mesta raunasaga en hún er nú samt dálítið falleg og skemmtileg Fellsmörkin sjálf.

ERS_4944
Birkið að springa út

No comments: