Sunday, May 01, 2011

Það hélt áfram að snjóa í nótt

In my garden

Fuglahísið í garðinum... ekki von á miklu varpi í þessu tíðarfari!



Það var rúmlega 16cm snjódýpt hjá Veðurstofunni í morgun sem er 1cm frá því að vera met en það var í maí 1987 sem snjóaði ennþá meira. Seinasti maí snjór í Reykjavík var 1992. Þetta er því ekki daglegt brauð að hafa snjó í henni Reykjavík á þessum árstíma.

Þetta má svo lesa nánar um á veðurbloggi nafna míns Sveinbjörnssonar en ég á víst að vera að lesa fyrir próf hjá honum sem verður næsta miðvikudag!

Ég tók daginn snemma og tók nokkrar myndir sem má sjá hér. Braut battaríslokið á D200 myndavélinni. Er líklegast einfalt og ódýrt að fá nýtt lok en sagði mér kannski að e.t.v. ætti ég að fara að hugsa um að endurnýja myndavélina sem er farin að komast helst til mikið til áranna sinna. Er að verða 5 ára gömul held ég, þ.e. D200 vélin. D70 vélin er búin að vera óvirk síðan einhvern tíman í fyrra. Hún skilur ekki nein minniskort lengur. Það yrði ekki gaman fyrir mig ef myndavélin gæfist upp í sumar þegar ég ætlaði að vera að taka einhverja hauga af alls kyns myndum.

Eitt annað sem er brotið og gæti verið eiginlega verrara er ein af tönnunum mínum. Er reyndar búið að vera trassaskapur hjá mér að láta ekki laga þetta en það verður gert um leið og prófin eru búin.

En á meðan ég fór út að taka myndir þá var í Fagrahjallanum farið í snjókaddlagerð þegar leið á daginn.

KBG og HVK í Fagrahjallanum með snjókaddlinum og snjóbarninu að taka á sig mynd... mynd af Facebook síðu Kristjáns

No comments: