Árbæjarstífla - löngu búið að hleypa úr
Á honum fyrsta maí var ég boðinn í mat til foreldranna. Hjólaði mér til skemmtunar í slabbinu. Fór lengri leiðina bróður mínum ekki til mikillar ánægju því hann var víst farinn að bíða eftir mér.Tók myndina að ofan á Árbæjarstíflunni en hér í eldgamladaga þegar ég bar út Moggann á Vatnsveituvegi þá var hinn fullkmoni vorboði þegar hleypt var úr stíflunni. Ég vissi það ekki þá en veit það núna hvernig það virkar að búa til rafmagnið. Það þarf að vera vatn í stíflunni og því hærra því betra. Og þess vegna var haft vatn í henni á veturna þegar rafmagnsframleiðsla var í gangi hjá þáverandi Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Reyndar er Elliðaárststöðinsvo lítil í nútúmasamhengi að hún var nú bara keyrð upp á grínið, líka þegar ég var yngri fyrir margtlöngu. Reyndar var fallpípan endurnýjuð einhern tíman þegar ég var að verða unglingur líklega rétt fyrir 1980. Ég og Ívar besti vinur minn í þádaga fórum ógurlega njósnaleiðangra þangað á vegum leynifélagsins sem gekk undir nafnu "Guli skugginn" en bara hjá okkur tveimur... það vissi enginn annar um þetta leynifélag enda var það leynifélag.
En það er sem sagt búið að hleypa úr stíflunni fyrir einhverju síðan enda átti vorið að vera löngu komið. Eitthvað var það nú samt að láta standa á sér þarna. Ég fór síðan könnunarleiðangur til að skoða Vatnsveiturvegarhúsin. Þau eru bara tvö eftir. Hraunteigur og ætli það heiti ekki Laufás þar sem "Pabbinn" á líklega ennþá heima en orðinn aðeins gamlaður. Þau á Hraunteig hljóta líka að vera farin að reskjast. Líklega eru einhver ár síðan Öxl var rifin og ég hafði líklega tekið eftir því einhvern tíman áður. En það er af sem áður var þegar húsin þarna hétu eftir því sem ég man best: Laufás - Hraunprýði (þar sem Sammi og Bói áttu heima) - húsin tvö þar sem "Moggakeddlingin" átti heima og borholan var á hlaðinu (man ómugulega hvað þau hétu) - Sléttaból (þar sem fólkið sem keypti Þjóðviljann átti heima) - Fossgil eða Hofsgil var einhvers staðar (reyndar alls þrjú hús, eitt rifið fyrir mitt minni og eitt brennt sem brunaæfing) - Ásbyrgi hét eitt einu sinni - Hestakaddlinn þar sem Doddi kallaði vondu fýluna (en man ekki nafnið) - Sjónarhóll (sem var rifinn frekar nýlega) - Heiðarhvammur (þar sem Marta átti heima) - Gerði (þar sem Höfðabakkinn liggur núna) - Hraunteigur (sem stendur enn) og loks Öxl. Líklega var eitt eða tvö hús sem voru þarna en búið að rífa áður en ég komst til einhvers vits
Eiginlega alveg ljóst að ég verð að rifja upp hvað þessi hús hétu og finna myndir af þeim sem ég á til einhvers staðar.
Á heimleiðinni fór ég svo yfir það sem ég kallaði einu sinni Breiðholtsbraut en heitir víst núna Reykjanesbraut og reyndar búin að heita svo lengi.
Reykjanesbraut til sjávar
En vorið maður... vorið
En svo kom vorið eða eiginlega sumarið í dag. Ég átti að vera að lesa veðurfræði endalaust en varð eitthvað leiður á því. Bíltúr út á Seltjarnarnes og þar var tekin mynd af fugli dagsins sem er gargönd ef mér skjátlast ekki þeim mun meira. Hef ekki tekið mynd af því flygildi fyrr.Gargandapar á svamli í Seltjörninni á Seljtarnarnesi
Af því að vorið virðist loksins vera komið og ég átti að vera að lesa veðurfræði, þá læt ég fylgja með áhugaverðt kort sem ég bjó til í veðurfræðiverkefni. Jafnhitalínur fyrir hitameðaltalið frá 1961 til 1990. Kemur fram að hlýjast er í Vestmannaeyjum og kaldast viö Mývatn og lendir Mývatn með hálendingu í ársmeðalhita. En takið eftir bölvuðum Akureyringunum. Það er hitasvæði í krinum Akureyrir. Ég fékk þessa mynd í öllu falli ekki til að gang upp öðru vísi.
Svo bjó ég til PDF útgáfu af þessu verkefni mér til skemmtunar og kannski einhverjum öðrum til fróðleiks. Setti á heimasvæðið mitt hjá HÍ.
No comments:
Post a Comment