
Það var líklega kominn tími á endurnýjun þar sem sá gamli Muddi Fox, Leðjuláki eins og karl faðir minn kallaði hann einhvern tíman er líklega að komast á bílprófsaldurinn og því farinn að keyra sjálfur.
Á reyndar eftir að sækja það en maður hjólar víst heim í dag!
Er annars af gerðinni Scott Aspect 10... örugglega alveg eðalfínt!
Annars er planið að sá gamli blái verði á nöglum í vetur en sá nýi grái verði hinsegin dekkjaður.
No comments:
Post a Comment