Monday, October 20, 2008

Farartæki út um allt

Mér er eiginlega hætt að lítast á dreifingu farartækjanna út um allar grundir. Á föstudaginn var farið í spurningakeppni SFS og þar sem þar skyldi sötraður áfengur drykkur til að tryggja gleði þrátt fyrir slakan áranangur var farið þangað hjólandi (nei, ég hjólaði ekki neitt fullur heim heldur skildi hjólið eftir - ég vildi hafa bílinn heima - og þess vegna er það hjól þar ennþá). Í dag fór ég svo og sótti nýja hjólfákinn. Skildi bílinn eftir þar og hjólaði heim. Þar sem nýi hjólfákurinn var eitthvað órólegur í svona nýju umhverfi leyfði ég honum að koma bara inn. Þannig að hann er hérna í andyrringu uppi á annarri hæð hjá mér og unir hag sínum hið besta. Svo er Cesar hér ennþá einhvers staðar rétt hjá á bílastæði og bíður því sem verða vill og Ventó er einhvers staðar í transporti með HK og aumingja Runi er víst kominn á haugana. Ég verð víst að fara að reyna að safna þessum farskjótum mínum eitthvað saman!

No comments: