Sunday, October 12, 2008

Kell - kell - kellingarfjöll

Það var verið á fjöllum um helgina


gonguleid kerlingarfjollBúinn að fá nóg af bölmóði borgarlífsins og það skyldi stefnt á fjöll... Kerlingarfjöll. Áhersluferð óstofnaða áhersluhópsins hjá HSSR að verða að veruleika. Í fyrra mættu fjórir til að labba og fjórir til að aka þessum fjórum. Núna voru þetta eitthvað uppundir 40 manns. Frábær ferð. Hægt að smella á kortið til hliðar ef einhver vill sjá almennilega hvað var labbað.

Eftir að hafa fyrst farið góðan rúnt um bensínstöðvarnar í Ártúnsbrekkunni og síðan einn Hafravatnshring svona af því að Frímann var í svo miklu stuði þá var keyrt bara austur fyrir fjall og á Selfoss og eitthvað lengra áður en sami Frímanninn fattaði að hann var ekkert á leiðinni í Þórsmörk að fara að hitta einhverjar kerlingar heldur var hann að fara upp á Kjöl þar sem Kerlignarfjöll eru. Það var því bara snúið við og farið upp á Kjöl... loksins.

Eftir að ýmsir voru búnir að leika sér við ljósavélina með misgóðum árangri komust allir á það stig að geta sofnað. Það var samt skammgóður vermir því á fætur skyldum við og arka á fjöll. Einhvers staðar í morgunmuggunni voru fjöllin sem stefnt var á en þar sem morgunmuggan var eitthvað hálf ógegnsæ ákvað minn að skilja myndavélarapparatið bara eftir í skálanum.

Umrætt myndavélarleysi varð til þess að eitthvað lítið tók undurritaður af myndum í labbitúr dagsins, en GPS tækið mitt heldur því fram að við höfum í fullri alvöru komist upp á alveg heilan tind... Mæni sem hengilmænur horfa öfundaraugum á.

Að ferðbúast

Allir eitthvað að ferðbúa sig í morgunmuggunni



Um kvöld var heljarinnar grill í boði sveitarinnar sem var eldað eftir kúnstarinnar reglum að frönskum hætti af frönskum kokkum fararinnar. Svo kom dagurinn eftir og þá var hægt að leggja af stað þegar Danni og Árni voru búnir að hvíla sig nóg.

Tveir í afslöppun

Árni og Danni í fullkominni afslöppun á malarbingnum



Það var arkað niður með Hvítá frá Hvítárbrú þar sem þónokkuð brattar flúðir sem ganga undir nafninu Ábóti og PÁÁ lofaði í Hálendishandbókinni heilluðu hal og sprund.

Ábóti í Hvítá

Ábótinn í Hvítá. Bara nokkuð kröftugar flúðir



Fólk hafði verið narrað til að hafa með sér nesti og át það af bestu lyst. Þeir sem höfðu látið narra sig gófluðu á nestinu sínu á meðan unglingaadeildin stóð hjá.

Að matast við Ábótann

Esra og fleiri að borða eitthvað



Nú, svo var bara farið í bæinn eitthvað í áföngum reyndar þar sem sumir fóru að smyrjka bílvélar með gírolíu eða eitthvað sem virkaði ekki of vel.

Sjálfur gæti maður verið á leiðinni upp á Kjöl eða Hagavatni reyndar aftur um næstu helgi til að mæla útlínur jökla þar sem snjór virtist ekki vera farinn að trufla þar af nokkru marki.


....

No comments: