Saturday, October 25, 2008

Hólmsárlón

Hólmsárlón

Í Hólmsárbotnun sumarið 2007


Óláni Íslendinga verður allt að vopni. Núna eru einhverjir sem vilja fara að eyðileggja Hólmsárbotna. Orðið Hólmsárbotnar kveikir líklega ekki viðvörunarbjöllum hjá mjög mörgum. Rauðabotn þekkja ekki margir en einhverjir hafa jú heyrt um Strútslaug. Þar er heitt vatn en núna rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds.


Það var líklega sumarið 1995 sem ég heyrði fyrst talað um einhvern undrastað sem hét Strútslaug og þangað langaði mig strax til að komast. Það gerðist þó ekki alveg strax. Reyndar komst ég langleiðina þangað á gönguskíðum um páska 1998 en það var ekki fyrr en sumarið 2000 sem ég kom þangað fyrst. Gekk þá af Laugaveginum yfir jaðar Torfajökuls og ofaní Hólmsárbotna þar sem Strútslaug er.

Sumarið eftir fór ég aftur og kom þá úr hinni áttinni með hóp af fólki með mér. Gengum þá upp á Torfajökul þrír saman í brjáluðu veðri og fórum í Hrafntinnusker. Það var gaman.

Besta ferðin var samt kannski þegar ég og HK fórum gangandi úr Landmannalaugum í Hattver, upp úr því og yfir Torfajökul miðjan og ofan í Strútslaug í Hólmsárbotnum. Gengum síðan daginn eftir yfir Hólmsárbotnana í sandölunum og meðfram náttúrulegu lóninu sem Hólmsá kemur úr. Áttum þarna dag í okkar æfintýraveröld.

Það voru settir upp sandalar og arkað beint áfram yfir það sem fyrir varð.

Það er nefnilega þannig þó það minnist ekki margir á það að plamp um hinn svo kallaða Laugaveg er alls ekki í ósnortinni náttúru lengur. Þar eru ferðamenn svo margir að maður fær ekki fyllilega á tilfinninguna að maður sé annað en einn af túristunum. Vilji maður breyta því hefur verið þjóðráð að arka austur fyrir Torfajökul og koma þar í ónumið land Hólmsárbotna en kannski ekki mikið lengur.

Rarik og kannski Landsvirkjun ætla að fá rannsóknarleyfi til að fara að setja lón sem nær meira og minna yfir allt svæðið og eyðileggur það nær algjörlega. Verri virkjunaráform hef ég líklega aldrei heyrt. Þetta slær við hugmyndinni um Bjallalónið sem var talað um í vor og er á vissan hátt verra en Hálslón við Kárahnjúka.

holmsarlon-kort-krop

Kort sem sýnir hluta gönguleiðarinnar og hvernig lónið kæmi til með að dreifa úr sér



HK í Hólmsárbotnum

HK öslar áfram yfir vatnasvæðið í Hólmsárbotnum. Þetta færi allt á bólakaf í hinu fyrirhugaða lóni



holmsarbotnar-minnkad

Panorama mynd sem sýnir flatlendið sem færi á kaf. Hægt aqð smella á myndina til að fá hana stóra. Afsakið reyndar að það er einhver samlímingargalli í henni



Fossarnir þar sem vatnið gusast núna fram úr núverandi náttúrulegu lóni sem þarna er hverfa væntanlega.

Hólmsárfoss

Efsti foss Hólmsár þar sem áin rennur út úr lóninu



Og annar foss þar fyrir neðan




En einhver kynni að benda á að það sé bara verið að tala um rannsóknarleyfi en ekki neitt framkvæmdaleyfi og það geti varla verið slæmt að rannsaka svæði.

Þá er það þó því miður þannig að með rannsóknarleyfi þarf yfirleitt að leggja í alls kyns framkvæmdir til að geta stundað rannsóknirnar. Það þarf oftast veg og það þarf að bora til að vita hvernig undirlagið fyrir stífluna á að vera. Frægar eru auðvitað rannsóknarborholur sem eru gerðar eins og vinnsluborholur þegar verið er að virkja jarðhita. Síðan man ég vel eftir framkvæmdunum á Kárahnjúkasvæðinu sem voru gerðar á meðan eingöngu r var rannsóknaleyfi til staðar.

Síðan man ég varla eftir því að gefið hafi verið út rannsóknarleyfi án þess að virkjanaleyfi hafi fylgt í kjölfarið. Enda leggja virkjanaaðilar yfirleitt út í svo mikinn kostnað við rannsóknirnar að það er ekki forsvaranlegt annað en að leyfa þeim að halda áfram.

......




....

No comments: