Monday, October 06, 2008

Lýðveldið Ísland

His name was Jon

Hann heitir Jón og átt afmæli sama dag og Ísland

Tilraunin hófst 17 júní 1944 (eða kannski hófst hún 874 ég veit það ekki alveg) og henni lauk í október 2008. Mjög merkileg hagfræðitilraun sem fólst í að athuga hvort dvergþjóð gæti staðið á eigin fótum. Tilraunin gekk brösótt á köflum en þjóðin virtist endanlega vera að taka flugið í byrjun 21. aldarinnar. Þá gerðist það undarlega að þjóðin var eins og flugvél sem ofreisir sig og missir svo flugið og steypist til jarðar með braki og brestum.

Allt í einu fóru allir landsmenn að haga sér eins og nýfjárráða unglingar og eyddu öllu um efni fram og því fór sem fór.

Í flestum hagfræðibókum 21. aldarinnar er kafli um íslenska æfintýrið. Dæmi um víti til að varast.


Það eru annars mörg ár síðan ég bloggaði svona mikið síðast og líklegast er þetta meira af vilja en getu sem ég er að tjá mig hér og nú!

No comments: