Sunday, October 05, 2008

Á kannski bara að loka sjoppunni og fara til Kanarí



Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja... mér hefur flogið svo margt í hug þessa síðustu daga. Ein setning hefur oft komið upp í hugann sem ástsæli seðlabankastjórinn þáverandi forsætisráðherrann sagði einhvern tíman að ef eitthvað væri gert eða ekki getrt sem var honum mjög á móti skapi að þá gætum við allt eins lokað sjopunni og farið til Kanarí.

Það er svo margt sem maður hefur heyrt sem vekur mann til umhugsunar. Hvers konar vit er í því að hafa gamla pólitíkusa að stjórna seðlabanka einnar þjóðar. Sama manninn og ef ég man rétt lagði niður ráðgjafastofuna sína, Þjóðhagsstofnun af því að hún sagði eitthvað sem honum mislíkaði. Annars var áðan í fréttum að einhver Ingimundur seðlabankastjóri hafi verið á fundi með ríkisstjórninni. Ég man ekki eftir ráðherra og ekki einu sinni þingmanni sem heitir Ingimundur þannig að það er kannski einhver í seðlabankanum kominn fram sem eitthvað veit og getur.

Og svo á að fara að nota lífeyrissparnaðinn minn til að bjarga þessu öllu saman. Ég ætla rétt að vona að það séu sett almennileg skilyrði áður en það verður fara að gambla kannski einu sæmilega öruggu eignina manns af því að verðum jú öll að sýna ábyrgð. Sýna ábyrgð gagnvart hverju? Gagnvart þjóð sem er á hausnum... já kannski. En ábyrgð til að bjarga bönkum... nei ég held varla eða eiginlega alls ekki.

Hvað felst í að sýna ábyrgð?

Fyrir ári síðan og meria að segja fyrir nokkrum mánuðum síðan voru bankarnir allir að sýna fínar afkomutölur og alveg ótrúlega fínar afkomutölur ef ég man rétt. Kreppan virtist þá bara vera eitthvað í fjölmiðlunum en þessir ofursnjöllu stjórnendur bankanna með milljón plús (alveg helling) í laun á mánuðu héldu áfram að standa sig.

Snillingarnir sem ráku sín fyrirtæki með margmilljarða hagnaði ár eftir ár. Fengu líka lágmark tugmilljóna bónusa fyrir að standa sig svona frábærlega. Ef þessi margmilljarða hagnaður var raunverulegur, hvernig getur það þá allt í einu gerst að bankarnir geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. Ég hélt að banki væri að mestu leyti eins og hvert annað fyrirtæki ef vel gengi þá væri til aur til að standa við það standa ætti við.

Ef ég á að sýna ábyrgð með að lána þessum snillingum lífeyrissparnaðinn minn þá held ég að það sé lágmark að snillingarnir skili aftur bónusunum sem þeir fengu fyrir að setja bankana á hausinn!



Hvar er annars forsetinn núna að stappa stálinu í þjóðina - ætti hann ekki að reyna að hugga hina skefldu þjóð.

No comments: