Sunday, October 05, 2008

Afmælisveislur


Yngsti afmælisgesturinn að teygja sig í afmælisveislunni

Stóribróðirinn átti afmæli í gær, orðinn eitthvað heilum degi eldri en í gær og heilu ári eldri en í fyrra og eitthvað fleiri árum eldri síðan hann fæddist.

Tók afmælismyndir sem urðu reyndar meira af þeim afmælisgestinum sem hefur aldrei átt ársafmæli en það fer nú aðkoma samt. Sat eitthvað fram á kvöld og var mikið röflað um einkaþotuliðið, lélega pólitíkusa, ónýta seðlabankastjóra sem eru reyndar bara afdankaðir pólitíkusar og ríki sem hagar sér eins og nýfjárráða unglingur sem kaupir sér yfirdráttarheimildir án þess að gera sér nokkra grein fyrir að þurfa nokkurn tíman að borga eitt né nétt. Varð svo bara latur og fór ekki í seinni afmælisveisluskammtinn sem mér var boðið í. En óska þá bara Hönnu og Eiríki til hamingju með að vera að nálgast að verða hundgömul eða að minnsta kosti dálítið eins og fullorðin í árum talið.

Er núna í jóalaskapi, vaknaður bara nokkuð snemma upp liggjandi i rúminu sínu, maulandia súkkulaði, sem reyndar er ekki jólasúkkulaði heldur fríhafnargóss og einhver smá snjór úti. Getur maður farið fram á eitthvað meira?

.... Jú kannski!

No comments: