
Í Esjuhlðíðum
Það var farið í fjallgöngu í gær. Ég hafði reyndar ekkert ætlað heldur bara ætlað að vera duglegur og fara í vinnuna en spontant ákvarðanir eru oft bestar hafði ég heyrt einhvers staðar þannig að ég fór að taka mig til tíu mínútur fyrir 10 en gangan átti að byrja klukkan 10. Ég náttúrlega því eins og venjulega ekki mættur fyrr en allir aðrir farnir af stað. Eina huggunin að forstjórinn minn var ekki til að hneikslast á mér eina ferðina enn en nægir samt til þess. Og svo æddi maður af stað.Hvort það var æðibunugangurinn þegar ég var að leggja af stað sem gerði út af við mig eða hvort það var það að ég var þyrstur og orkulaus eða hvort ég er bara almennt að verða að aumingja en þá varð þessi ganga þannig að ég varla náði að halda í við hópinn. Var bara alveg að gefast upp en náði nú samt upp að Steininum ekki áberandi síðastur.
Ég dæmdi sjálfan mig úr leik við að fara alveg upp en þeir reyndu tveir við það en frétti að þeir hefðu frá horfið sakir mannbroddaleysis.
Á niðurleiðinni hélt ég uppteknum hætti og var síðastur en það var nú kannski bara líka fyrir notalegheitin en ekki bara aumingjaganginn. Það er nú oft bara skemmtilegast að rölta í rólegheitunum síðastur niður.

Hópurinn á bílastæðinu, sá hluti hans sem var ekki bara farinn heim þegar ég kom niður
Nú, svo ætlaði ég að bulla eitthvað meira. Það var ljótubindadagur í vinnunni á föstudag. Kannski eitthvað meira um það seinna.

Allir með þokkalega ljót bindi
Æ, og svo bauð mamman í mat í gærkveldi. Sviðaveisla ein mikil en það var eitthvað undarlegur þefur af sviðunum og engum leist of vel á þau og það endaði með að pantaðar voru pizzur til að koma í veg fyrir yfirvofandi matareitrun.
En það var allt í lagi því litla frænkan mín var á svæðinu alveg sérstaklega til að sitja fyrir á ljósmyndum.

....






Mér er eiginlega hætt að lítast á dreifingu farartækjanna út um allar grundir. Á föstudaginn var farið í spurningakeppni SFS og þar sem þar skyldi sötraður áfengur drykkur til að tryggja gleði þrátt fyrir slakan áranangur var farið þangað hjólandi (nei, ég hjólaði ekki neitt fullur heim heldur skildi hjólið eftir - ég vildi hafa bílinn heima - og þess vegna er það hjól þar ennþá). Í dag fór ég svo og sótti nýja hjólfákinn. Skildi bílinn eftir þar og hjólaði heim. Þar sem nýi hjólfákurinn var eitthvað órólegur í svona nýju umhverfi leyfði ég honum að koma bara inn. Þannig að hann er hérna í andyrringu uppi á annarri hæð hjá mér og unir hag sínum hið besta. Svo er Cesar hér ennþá einhvers staðar rétt hjá á bílastæði og bíður því sem verða vill og Ventó er einhvers staðar í transporti með HK og aumingja Runi er víst kominn á haugana. Ég verð víst að fara að reyna að safna þessum farskjótum mínum eitthvað saman!
















