Saturday, January 26, 2008

Flugleiðir ekki að standa sig

ERS_5276

Það var hádegi í dag eða kannski frekar í gær. Við vorum á leið til Keflavíkur. Árshátíð í vændum. Orðin aðeins sein en samt allt í lagi. Vont veður og seinkn á vélinni sem átti að fara snemma um morgunin. Hún samt kannski farin. Okkar vél á tíma stóð alltaf á netinu.

Við komin inn í Leifstöð. Ekki nein ófærð, ekki neitt rosalega vont veður. Einhverju flugi samt aflýst. Vélin sem átti að fara morgunin ekki farin.

Fyrri vélin loksins farin eitthvað klukkan 17 eða hvað. Það var samt okkar flugvél. Flugvélin sem átti að fara í morgun einhvers staðar allt annars staðar. Frekari seinkun á okkar vél. Ekkert við því að gera. Flugleiðir að standa sig eða hvað? Nei ekki alveg enda ekki þeim að kenna því veðrið var vont og ekki hægt að ráð við það. Klukkan núna að verða eitt eftir miðnætti. Við búin að vera í Lefistöð í 12 klukkutíma. Allt í lagi með það eða hvað? Hvað gera Flugleiðir? Ein samloka, tveir eða þrír drykkir. Allir hanga hér. Mátti vera ljóst þegar lagt var af stað úr Reykjavík að það var engin flugvél til að fara með okkur eitt eða neitt.

Ástæða seinkunar ekki lengur vont veður getur maður séð. Flestir aðrir farþegar farnir. Verið að leita að vél handa okkur og áhöfn einhvers staðar úti í Evrópu. Einhver óljós tilknning um að að það sé búið að finna vél. Er kannski að koma núna. Enginn matur um borð. Samlokur hér ekki í boði Flugleiða lengur heldur í boði fyrirtækisins sem ég vinn hjá sem reynir að gera eitthvað. Flugleiðir bara einfaldlega ekki að standa sig.

Fyrirtækið manns bætir upp eitthvað sem hægt er að bæta upp en þetta er samt arfa slakt hjá Flugleiðum. Eiginlega algjörlega til skammar. Einvher kvörtunarbréf verða send það er nokkuð ljóst.

Áætluð brottför núna klukkan 2 eða eitthvað.



En nú skal taka upp léttara hjal


ERS_5265

HK dreif mig inn í Optical eitthvað í henni Leifstöð og þar var brosandi stelpa með stór nördagleraugu að afgreiða okkur í alveg hálftíma og ég ætlaði ekkert að kaupa fyrr en ég var búin að máta eiginlega öll gleraugun í búðinni og fann þá ein sem enduðu á nefinu á mér. Augnmæling og glerin skorin til á 10 mínútum og á meðan verslaður nýr ipúði.

Svona voru gleruagun sem kaupt voru:
ERS_5270

Og svo reyndar líka... hugmynd að blogga með myndum en engin snúra til að snara myndunum og góð ráð dýr... allt í einu munað þá að það var eitt D70 úti í bíl í plastpoka. Spjall við öryggisvörð eitthvað og við út í rokið. Annars sæmilegasta veður og við til baka. En engin snúra. Herlegheitin fest á krílið. En þær myndir ekki hér því núna er ég að hamra þetta inn á silfurfína mackinthos tölvu SigMássonar sem var auðvitað líka með snúru og nettengingu og alles.

Búinn að lesa einn kafla í bók en HK lagði sig og ákvaðað láta sér ekki veða kalt á fótunum.
HK at rest in Leifstöð
Kannski fæ ég bráðum að fara til útlanda.




...Er annars að spá hvort að þessi með nýju gleraugun að hamra inn á MacBook Pro með Ipúðann í eyrunum sé ég eða einhver annar... jú annars, það er ég... það er verið að hlusta á Blettý blú ! :)

En mikið rosalega eru flýtitakkarnir erfiðir á þessu Mac og asnalegt að hafa mús með bara einn takka.

Thursday, January 24, 2008

Að fara sínar eigin leiðir


One man walking
Veit ekkert hvað ég ætlaði að segja en eitthvað var það...



... annars ætti ég kannski að eyða þessari færslu því ég ætlaði helst að skrifa eitthvað rosalega ljóðrænt og merkilegt undir þessari mynd sem mér finnst dulítið skemmtileg... . .

Þetta er allt spurning um forgangsröðun

Að hafa tíma til að ætla sér að gera það sem maður ætlar að gera

is anybody there?

Ég man stundum ekki lengur ekki neitt. Ég var ekki sendur út af örkinni heldir fór ég út af örkinni til að kaupa dulítið sem konur nota. Þar sem ég er einföld sál þá fékk ég bara einfaldar leiðbeiningar. Ég mátti bara vita hvað þetta átti að heita og svo átti ég að hringja til að fá frekari fyrirmæli. Ég man ekki lengur vörumerkið en þetta varð allt hið skemmtilegasta. Konurnar í apótekinu búnar að vera að allan daginn og klukkan ekki nema 10 mínútur í miðnætti. Þær líklega komnar með svefngalsa. Og hvað á eiginlega að gera þegar það kemur einhver í heimaprjónaðir rúllukragalopapeysu með húfu á höfðinu og biður um dömubindi af gerðinni Nicotinorette? Eða reyndar hét það eitthvað annað sem ég mundi í gærkvöldi. En ég endaði á að fá eitthvað nothæft. Svo var haldið áfram.

Kids on the highway

Stundum einu sinni ekki lengur hefur einhver velt vöngum yfir hvernig ég fari að því að gera allt sem ég geri. Núna velti ég sjálfur helst vöngum yfir því að ég hefi ekki tíma til neins. Mikið að gera í vinnu og svo er ég kannski að vasast í allt of mörgu. Í fyrragær var vangavelta um að ég væri alveg hættur að taka myndir og í gærkvöldi var bætt úr því. HK fyrst að föndra dýrindisfkjörkassaföndur og það myndaðist. Svo um miðnættið fór ég út í fyrsta myndatökuleiðangurinn í langan tíma. Það er alltaf eittvað einstakt við að standa einhvers staðar bara af því að maður er þarna af því að manni datt í hug að taka mynd af einhverju.

Myndirnar voru teknar undir áhrifum Sigurrósar í Ipúðanum og undir áhrifum kulda og undir áhrifum míns sjálfs því einhvern tíman fyrir martlöngu tók ég mynd á að ég held sama stað nema hvað "blindhæð" hefur verið þýtt fyrir útlendingana með "200m"!

Where have all the children gone?

Wednesday, January 23, 2008

Brjálæðíngur með spreybrúsa

Ælti hún sé orðin svona veggjakrotari?

I'll paint your head

Nei, það var bara verið að föndra kjörkassa fyrir heilsuátak MK-sins. Notað tækifærið og bæði sprellað dálítið, hlegið dálítið og síðan líka bjúnar til nokkrar myndir en það er eittghvað sem einhvern veginn enginn tími er aldrei til að gera!

Má annars ekki blogga mikið því ég sagðist ekki komast á HSSR æfingu því ég væri of upptekinn - sem ég reyndar er eða ætti að vera.

En nóg um það í biliunu!
the crazy woman



....

Sunday, January 20, 2008

Og enn meira á skíði

Það er þetta hvíta út um allt og þetta gula einhvers staðar líka uppi á himninum

Aftur skíði í gær og vonandi á eftir líka. Með Gúnnanum og HK í Heiðmörkinni. 35 mín eða eitthvað þannig að skrönglast hringinn. Ég að gera út af við mig standandi á öndinni og Gúnninn eins en HK meira í skynseminni við undirleik Sigurrósar í i-púðanum. Svo indælis gúllassúpa fyrir okkur öll í Selbrekkunni á eftir.

Það átti annars að fara í Fellsmörkur um helgina en hætti við þar sem það þarf að vinna, undirbúa námskeið sem á að halda og eitthvað fleira. Svo á mamman líka ammimæli í dag. Til hamingju með daginn!


....

Thursday, January 17, 2008

Og það var farið á skíðin

Nógur snjórinn. Við í Heiðmörkina og æfintýralandið var stillt á "on". Fórumm einn klassískan hring, ég HK og Gúnninn. Ég stundum fyrstur að reyna að stinga Gúnnann af en hann síðan fyrstur að stinga mig af. En öll komumst við í bílinn á eftir. Ég með krílið að taka einhverjar myndir sem voru ekki nema misheppnaðar og komast a.m.k. ekkert á netið. Svo bara Krúa Taí tekið heim og snætt á H34 þangað til allir stóðu gjörsamlega á blístri.



....

Dót dagsins...

... er Garmin

Fór í dag og verslaði mér dót dagsins. 12V hleðslutæki fyrir GPS grægjuna sem eignaðist síðasta haust í ljósmyndakeppni HSSR. Spurning um að drífa sig þá eitthvað um helgina og nota gripinn í bílnum.

En Ætli maður byrji ekki á að reyna að komast á einhver skíði núna í kvöld.


....

Það var snjóflóðaæfing

IMG_0844[1]
Að taka sig til á M6... og svo gleymdist myndavélin ...
Dagar eru einhvern veginn misjafnir og jafnvel vikurnar eru eitthvað misjafnar. Ég er búinn að vera eitthvað á tauginni, stressaður og vitlaus þessa vikuna. Og þá tekst manni oft ekki að gera það sem maður þarf að gera til að ná stressinu úr sér. Mér tókst nú samt að gera alveg þokkalega tilraun til þess í dag.

Fyrst í dag heimsótti ég reyndar skattmann. Alltaf gaman að því að borga sinn skerf til samfélagsins. Ágæt summa sem fór þar í burtu frá manni. Reyndar átti að kaupa tölvu fyrir péninginn en það er til einhver annar péningur til þess og sá sem skattmaðurinn fékk átti líklegast alltaf að fara þangað.

Og svo var badmin og reyndar bara einliðaleikur. Eftir að hafa gengið manna á milli gekk ég bónleiður til TBRsins og spilaði bara einsamall við Guðbjörgu. líklega fimm rosaspennandi lotur sem mér tókst að tapa öllum á snilldarhátt. Það var bara gaman samt.

Svo ætlaði ég kannski svona eftilvill að fara á snjóflóðaæfingu HSSR-sins og það varð úr. Mikið gaman. Ætlaði reyndar að taka myndavélina með og tók hana en hún varð eftir á M6. Dálítið pínlegt að ég var búinn að setja hana í vantshelda hulstrið og nú átti aldeilis að taka á því í myndatökunni. En myndavél ein og yfirgefin tekur ekki margar myndir af sjálfsdáðum.

Leitin í lausasnjónum gekk bara vel. Ýlarnir píptu hver í kapp við annan og allt í einu steig ég ofan á eitt fórnarlambið. Uppgrafið var það fljótlegast. Svo ýlar og bakpokar, lifandi og ekki lifandi. Svo var bara farið heim.

Allt svona ágætt og ég vonandi að venja mig eitthvað af öllu þessu stressi!



Og svona aðeins til viðbótar þá var ég eitthvað illa utan við mig. Unarlegt að ég skyldi finna Elísabetu þarna í snjónum... Ég gleymdi símanum mínum í björgunarsveitarbílnum (vonandi) og svo eru víst skórnir mínir (vonandi) eitthvað einmanna að leika sér í TBR!

Monday, January 14, 2008

Hefur einhver séð flottara jólatré

Hugmyndir hennar HK ríða ekki við einteyming!

Our original christmas tree
Þegar laufið springur út

HK er ekkert alveg venjuleg. Við fórum í Heiðmörk þarna fyrir jólin og kveiktum bál og svo komum við og fengum launin okkar, jólatré að eigin vali. Og auðvitað fórum við hefðbundnar leiðir og fengum okkur birkitré. Skógarverðinum fannst þetta undarlegt og en hins vegar bara flott eða flottast. Að minnsta kosti frumlegast og það var meirasegja beðið um mynd af herlegheitunum sem er hér að ofan og fyrir neðan líka.

Það urði síðan mikil fagnaðarlæti núna fyrir ekki svo mörgum dögum þegar fallega tréð okkar fór að verða enn fallegra þegar búningur þess fór aðeins að grænka. Laufið springur reyndar hægt út en alveg ofboðslega fallega að sjálfsögðu!

Our original christmas tree
Til skreytingar notaði HK svona sklaufur

Our original christmas tree
Og svo setti ég sjálfur svona rauð epli eins og sjást í bakgrunninum

Our original christmas tree
Og jólaserían var hvít. Passaði alveg edilons vel en ég er nú reyndar meira svona glisgjarn og hefði auðvitað haft þetta í öllum regnbogans litum!

Our original christmas tree
En að sjálfsögðu var notuð úggl til skreytingar líka... annars gæti trénu orðið kalt á tánum

Það er síðan ekkert sérstakt plan hjá okkur um hve lengi hríslan fagra fær að vera stofustáss en ætli hún fái ekki að minnsta kosti að springa eitthvað meira út hjá okkur. Kannski spurning hvað við gerum ef eða þegar óvænt lirfulíf fer að kvikna í trénu!

Svo er búið að vera gestkvæmt hjá okkur og öðrum. Við hjá Hrafnhildi og Hálfdáni á föstudaginn ef mér skjöplast ekki og svo þau hjá okkur í gærkvöldi. Núna situr maður í afslappelsi í honum Mosa ofurvinsæla sötrandi leifarnar af rauðvíni frá í gærkvöldi!

Svo um daginn Guðrún heila helgi hjá okkur áður en hún Dresdenaðist.

Guðrún
Guðrún í sófanum bláma


.jammthul....

Skuggi vindsins

Skuggi vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón var líka lesin með einhverjum hléum alveg eins og Þriðja táknið. Held ég hafi verið svona heilt ár að lesa bókina. Gekk svo sem ekkert of vel að komast inn í hana en fannst hún alveg frá fyrstu síðu vera dásamlega dularfull og einkennileg. Dularfullar persónur út um allt og ekki alveg ljóst hvort þær væru allar þessa heims eða annars. Skil ekki alveg af hverju mér tókst ekki að sökkva mér ofan í hana strax en það kom í einhverri lokaatrennu og hvílít rosaleg bók. Eiginlega bara eitt stórt VÁ! Það eru svona nokkrar bækur í minningunni sem standa einhvern veginn upp úr í mínum huga. Austan Eden eftir Steinbeck fannst mér einvhern tíman alveg frábærasta bók í heimi og Skuggi vindsins fannst mér kannski einhvern veginn á sama hátt vera frábærasta bók í heimi eftir að ég hafði loksins klárað hana. Að minnsta kosti einhver sú besta sem ég hef lesið lengi. Kannski ekkert merkilegt þegar það kemru í ljós að ég er eiginlega alveg hættur að lesa nokkurn skapaðan hlut en samt... hún var frábær og átti mig og minn huga á meðan ég fór í gegnum hana!

Þriðja táknið

Einhvern tíman fyrir martlöngu lagði ég það í vana minn að blogga svona um bækur sem ég las. Svo las ég eiginlega ekki neitt í einhverja mánuði eða alveg heilt ár eða meira. Það var því nokkuð sjálfgefið að bókadómar féllu niður. Núna um daginn tókst mér hins vegar að klára eina bók. Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur.

Ég byrjaði reyndar á þessari bók í haust sem leið. Las einhvern þriðja part í henni í flugvél á leið til Tyrklands en svo varð bókin viðskila við mig í flugvélinni. Svo á leið í göngur seinna um haustið varð ég mér út um nýtt eintak í einhverri sjoppu Vesturlandsins. Svo las ég eitthvað frekar lítið í bókinni þangað til ég kláraði hana núna um daginn. Hvort þetta langa hlé varð til þess að eyðileggja fyrir mér bókina veit ég ekki alveg en eitthvað gerði það því mér fannst ekkert varið í hana. Það var dularfullt morð á dularfullum manni og dularfullt fólk sem tengdist manninum en það var ekkert að gerast. Þegar ég átti ekki mikið eftir af bókinni varð mér það á að lesa aftan á hana og þá sá ég að það var verið að leita að einhverri gamalli bók út um allt. Ég hafði einhvern veginn ekki fattað að það væri aðalatriði í bókinni. Svo eins og í annarri bók sem ég las eftir hana Yrsu þá kom í lkjós einvhern veginn á seinustu blaðsíðunum hver var morðinginn og jú, jæja, það var þá svona, svo sem auðvitað en mér fannst það ekkert merkilegt.

Einhvern tíman sá ég formúluna að formúluglæpasögunni hennar Agötu Christie. Þar mátti ganga út frá því sem vísu að það væri framið morð og að morðinginn kæmi fram einhvers staðar framarlega í bókinni og að ef maður væri nógu flinkur í að leggja saman tvo og tvo þá gæti maður fattað einhvers staðar í miðri bók hver væri morðinginn. Og svo í öllu falli þegar allt lægi ljóst fyrir í lok bókarinnar þá gæti maður sagt við sjálfan sig, auðvitað... þannig var það, það var auðvitað bara hann (eða hún) sem gat verið morðinginn. Hjá henni Yrsu jú, þá kemur morðinginn snemma við sögu en ég hef ekki séð eitt né neitt sem hefði átt að hjálpa manni að fatta hver var morðinginn fyrr en það bara kom allt í einu í ljós í lokin hver það var.

En ég er víst á skjön við flesta því þetta er víst eitthvað rosalega vinsælt hjá henni og það er auðvitað bara ágætt en ekki minn tebolli!



....

Sunday, January 13, 2008

Mosi og skíðaferð

selfportrait me
Frekar skelfdur á svipinn í skíðabrekkunni!
Það er fínasta helgi. Við Hk búin að ð vera í Bo-bedre leik meira og minna. Búin að uppskera tvö ljós sem á reyndar eftir að setja upp og síðan hann mosa sem er ... afsakið Mosa með stóru emmi því hann heitir sko mosi og er afskaplega fallega grænn og fallegur í laginu og er af tegundinni stóll. Algjör snilld. Svona útsölugóss líka þannig að okkur hafi ekki liðið jafn illa í buddunni eftir að hafa verslað okkur hann.
HK and Mosi
HK lætur vel að honum Mosa


En svo fórum við bræður tveir saman á skíði eftir stórinnkaupin. Það var reyndar eitthvað undarlegtg sem hafði gerst þarna í Bláfjöllunum. þau voru orðin eitthvað dálítið mikið brattari en áður og svo var eitthvað voðalegt harðfenni þarna. Ég hafði sum smjatt ekki farið á svigu-skíði í næstum svona tvö ár og fyrsta ferðin var ekki neitt mikið til að stæra sig af. Rétt að ég komst klakklaust niður með hálfgerðum plógbeygjum. En svo kom þetta svona eitthvað aðeins. Ferðirnar urðu reyndar ekki mjög margar þar sem við höfum þann góða sið að mæta seint. En þetta var svona eiginlega eitthvað aðeins komið þegar upp var staðið.

Annars eiginlega enginn snjór. Á bakaleiðinni út á bílastæðíð flaug minn á hausinn þegar skíðin allt í einu bara stoppuðu þegar komið var út fyrir allan snjó!
In Blafjöll skying area
Gunni í biðröðinni - skuggaverur á bakvið

In Blafjöll skying area
Þar sem lofthræðslan gerði vart við sig!

Brothers we are!
Alltaf kalt en gaman í lyftunni



....

Wednesday, January 02, 2008

Áramótaheit eða hvað...

Manni verður bara heitt í hamsi!

Hvurnin væri nú að opinbera eitt eða annað áramótaheit
  • Hlaupa hálft maraþon

  • Við HK færum til útálfa (þ.e. til annarrar heimsálfu... annars hmmph - jú HK vill örugglega koma með manni)

  • Klára Músahúsið svona nokkurn veginn að innan með rúmi, borði og svoleis og líka með verkfærakassa utan húss

  • Vinna eitthvað úr myndum sem ég ætlaði fyrir martlöngu að vera búinn að vinna úr og senda frá mér

  • Já, bara svona alls konar!


Og svo verður kannski bætt eitthvað við þennan lista eftir því sem skapið verður gott.


....