Við HK erum búin að þjást illilega af alvarlegu vandamáli sem gengur undir Fríhafnarógeðið. Er þar um að ræða alls kyns nammigott úr fríhöfninni en einkum og sérílagi súkkulaði. Við gerðum að þessu gangskör svo maður gerist heldur forn í tali og skiptum liði. Ég átti að sjá um að torga blá súkkulaðinu en HK því rauða og svo kannski ég líka því gráa. Já og svo var HK alveg með á sinni könnu allt þetta rauða súkkulaði eða ég meina hvíta skúkkulaðið í rauðabréfinu....... eða áttum af því að við átum
.... óó þetta var víst ekkert alveg rétt hjá mér. Svo þetta komist til skila þá sá HK um allt súkkulaðið sem var ekki grátt eða blátt og þetta sem hún var aðallega að gófla í sig var sko í gulu bréfi með rauðum ferningi utan á....
Já annars....
Var ég búinn að segja að ég átti ekki að borða súkkulaðið sem er lengst til hægri á myndinni? Það er sko súkkulaðið sem var lengst þarna við hliðina á skálinni sko...
En nei annars. Mér tókst ekki einu sinni að klára minn skammt en þetta var nú samt bara ágætt!
No comments:
Post a Comment