Wednesday, April 19, 2006

Páksarnir

Um páskana var sem sagt land undir fót lagt

Ég, HK og Gúnninn bróðirinn æddum af stað eftir allt of lítinn svefn eitthvað uppúr klukkan 6 að morgni og fórum austur að hájökli suðurlands, sem lestst Eyjafjallajökull. Einhver lítill fugl hvíslaði því að mér að Ventó væri ekki jeppi eftir allt saman og var ekki komist lengra en svona hálfa leið inn eftir að Grýtutindi. Plampað var eftir veginum eitthvað á fjórða kílómeter áður en lagt var á brattann.

Það voru eitthvað skiptar skoðanir um veðrið. Gúnninn sem er með afbrigðum veðurglöggur maðr hafði séð skafrenningsóféti uppi þar á jöklinum og áttum við því von á hinu verstasta. Hann var með úlpur og lopipeysuur í massavís en við turtildúfur vorum nú bara í glænepjunni svona næstum því. Kom svo reyndar á daginn að veðrið var allt hið ákjósanlegasta og bara logn og blíða uppi þar.
On Eyjafjallajökulleyjafjallajökull in black and white
Og upp komumst við því og var brójinn svo elskulegur að taka mynd af okkur á Goðasteininum eða hvað þetta þúfuskrifli þarna á að heita. Er það haft fyrir satt að faglegra par hafi vart sést þar á tindinum... að minnsta kosti ekki þegar við vorum þar.
... on top of Eyjafjallajökull

Nú sjá... Eftir jökullabbið var farið austur í Fellsmörk þar sem lítill kofi kúrir, oft kallaður Músahúsið. Það var reyndar orð að sönnu núna þar sem einhverjar músaskammir höfðu gert sig heimakomnar síðan við vorum þar síðast einhvern tíman í janúar. Virðast hafa komist inn um gat á mæninum. Það verður seint fulllokað öllum rifum á kofanum þeim. Eitthvað lítið höfðu þær greyin að þessu sinni.

Þar sem húsrúm er ekkert of mikið þarna þá var brugðið á það ráð að við skötuhjú vorum í tjaldi en bróðirinn innandyra. Vorum þarna um föstudaginn langa og lifðum letilífi en nóttina eftir gerði einhverja dularfulla snjókomu eða í öllu falli var allt á kafi í snjó þegar við fórum á fætur á laugardeginum. Það var ætt út með myndavélina á lofti og myndað í allar áttir. Enda var þetta barsta nokkuð fagglegt á að sjá.
it is spring time now!
In Fellsmörk

Tjaldið hafði eiginlega breyst í lítið snjóhús svona til hátíðarbrigða.
In Fellsmörk
Við létum snjóþyngslin auðvitað ekkert á okkur fá heldur settumst að drekkhlöðnu morgunverðarhlaðborði.
HK in Fellsmörk
Eftir að hafa verslað nýjan rafgeymi í stað þess gamla sem var orðinn meira en ónýtur var haldið um lágsvetir suðurlands. Þar var meðal annars rekist á gamla tromlu undan rafmagnsvír en síðan var haldið í Syðra-Langholt.left behind
Í Langholti var fyrst verið eina nótt og svo haldið í bæinn. Eitthvað mistókst sú bæjarferð nú þar sem við vorum komin aftur eftir örfáa klukkutíma og viðkomu á Geysi þar sem borðaðar voru úldnar pulsur. Svo var grillað og farið í laugina. Spáð í stjörnunar og svo bara farið að sofa. Að því ógleymdu að við fundum þetta fína hestabrauð til að gefa hestunum á Álfaskeiði.
In Sydra Langholt
Í eldhúsinu í Langholti að gófla á páskaeggjum.
HK in the doll house
HK lukkuleg með gamalt drullukökubakstursdót
í dúkkuhúsinu sem var orðið blátt að lit að innnanverðu,
henni ekki til mikillar gleði.
HK and her father and a horse
HK og pápi hennar með fák sín á milli

Eitt alveg hræðinælegt gerðist þarna þennan dag. Indivélin mín nefnilega fékk sig fullsadda á myndagleðinni í mér og gaf bara upp laupana. Vildi ekkert við mig kannast alveg sama hvað ég hamaðist á on-off takkanum á henni. Þóttist bara steindauð þrátt fyrir nýhlaðnar rafhlöður. Er hún þessi elska núna komin í viðerð líklega til Svíaveldis en ég reyndar farinn að spekúlera í nýrri grægju:



...

No comments: