Saturday, April 01, 2006

The long-expected blog

Ég vil byrja á að taka það fram að sögur af bloggdauða mínum eru verulega ýktar og ég er ekki einu sinni heiladauður eða neitt slappur yfir höfuð. Hins vegar hefur verið hroðlega mart að gera þannig að bloggið hefur farið aðeins forgörðum. En þetta stendur allt til bóta eða að minnsta kosti er verið að bæta eitthvað úr þessu núna.

Fyrst ætti náttúrlega að blogga feitt um ferðina til Londoin og auðvitað var hún alveg frábær. Við fórum til dæmis í svona undirgöng þar sem var fullt af fólki og einhverjir dularfullir strætóar komu með miklum hvini á nokkurra mínútna fresti og átu allt fólkið en ældu yfirleitt öðru í staðinn.
Le Metro in London
Við fórum annars í svona og það hafði þær skelfilegu afleiðingar að við afmynduðumst bæði og urðum eiginlega eins og ég veit ekki hvað!
comic

En þetta tók allt enda og við fórum heim á leið aftur. Síðan er reyundar liðin ein vika og eiginlega önnur til. Það er því alveg ljóst að bloggletin ríður ekki við einteyming. [segir maður annars ekki örugglega "... við einteyming"]


....

No comments: