Thursday, April 20, 2006

Ég skilur þetta ekki

Það er eitthvað gruggugt á seyði...

Krónan hríðfellur og dollarinn er að verða eins og hann var einhvern tímann fyrir langalöngu. Hlutabréfin hrapa og allt virðist vera að komast á vonarvöl. Samt erum við á fullu að búa til Kárahnjúkavirkjun og álversframkvæmdir í algleymingi. Það er meira byggt á suðvesturhorninu en nokkurn tíman held ég og allt á fullu alls staðar. Þrátt fyrir þessar öflugu stoðir efnahagslífsins sem er verið að koma undir okkur virðist allt ver að fara í klessu í efnahagslífinu. Ég skil þetta ekki. Getur hugsast að framkvæmdir austur á landi og endalausar íbúðabyggingar til að fanga stórgróðann af hækkandi fasteignaverði sé einhvern veginn ekki það sem þarf fyrir okkur hér á þessu skeri?


....

No comments: