Tuesday, April 04, 2006

Það sem maður leggur ekki á sig fyrir vini sína!

Markrús vinur minn er að verða útvarpsstjarna. Þess vegna fengum við HK skyndilegan áhuga á fjölmiðlum. Ég kom snemma heim úr vinnunni minni til að missa ekki af neinu. Við kveiktum í sjónvarpinu í tíma og komum okkur vel fyrir! Þetta var alveg gríðarleg menning á þessari sjónvarpsstöð sem heitir Skjár einn. Þar sem Felix leikari og Guðrún söngkona fóru á kostum. Þau bókstaflega rifu af sér brandarna og fengu þetta líka rosalega skemmtilega fólk til sín að elda hrásallat með brauði fyrir sig. Já maður fær bara vatn í munninn. Ég verð reyndar að játa að ég fattaði ekki alla brantarana eða eiginlega enga reyndar. En það er örugglega bara út af því að ég er svo vitlausur. Hönntötu reyndar fannst þetta eiginlega mikið betra og skildi ekkert í því að ég fílaði þáttinn ekki í ræmur. Það gæti samt kannski verið að einhverju leyti verið út af því að hún snéri eitthvað aðeins öðru vísi að sjónvarpinu og sá það eiginlega svona:
in front of the TV

Túlípanarnir eru nefnilega so fagglegil!

Annars var Krús fínn og auðvitað kjósa hann allir. En hann er að verða útvarpsstjarna íslands eins og lesa má um á vef Kiss FM

No comments: