Friday, April 07, 2006

Það er prófatörn...

Og þá spilar maður badminton


HK situr við og lærir fyrir próf. Eitt var í dag og annað á morgun. Gekk vel í dag og gengur vel á morrgun.
Hanna Kata studying
Þetta er allt að koma svo enda er hér öllum brögðum beitt. Notaður er leynidrykkur til að örva heilasellurnar. Drukkur sá búinn til úr mysu og safi unninn úr eplum. Dáltið súr en líka dáltið góður en alveg obbslega hollur. Svo er mælt sérlega með lífrænni jógúrt frá Bíóbúinu.

En að öllum auglýsingum slepptum þarf hér að segja frá okkar aðal upplyftingu skammdegiskvöldin löng.... ó - það er víst ekki alveg skammdegi lengur en það kemur víst samt dáltið myrkur ennþá en það verður ekki lengi... en aðal upplyftingin er... dadadadammmmmm...........

playing games

Jú, það eru badmintonur. Þeir sem búa jafn vel og við með 5 metra lofthæð, ég segi og skrifa f-i-m-m metra lofthæð þeir fara létt með að breyta stofunni í badminton keppnisvöll og það höfum við gert svikalaus get ég sagt!

No comments: