... gerðist eitt og annað
Við HK lögðum land undir ventó en æddum samt ekki langt yfir skammt því það var eingungis farið upp í Brynjuldalur.
Það var rosaleg stemning, grilluð steik, teknar myndir og farið í badminton rétt áður en varúlfarnir fóru á stjá... nei bara að glínast - það var ekkert fullt tungl - ekki alveg.
Það verður reyndar að játast að badminton æfingin fór eitthvað aðeins fyrir ofan garð og neðan enda aðstæður hinar erfiðustu - til dæmis var dálítill vindur þannig að kúlan fauk yfirleitt eitthvað út í buskann. En það gerði svo sem ekki mikið til því að af einhverjum ókunnum ástæðum hittum við hana ekki neitt sérstaklega mikið en það stafaði kannski eitthvað af því að badminton í kolniðamyrkri er ekkert sérlega gæfulegt!
Tunglið óð nú samt í skýjum og það var svona Garún Garún birta allt um kring - sérstaklega eftir að myndavélin hafði sogað til sín það ljós sem var á staðnum.
Laugardagurinn fór eitthvað töluvert í íþróttaiðkanir þar sem herjað var á vinnufélagana í badmintonmóti. Ég má held ég bara nokkuð vel við una í 7-9 sæti af 20 keppendum eða eitthvað svoleiðis. Já þetta var bara ágætt!
Svo má ekki gleyma skössaáti hjá Ralldiggni á laugardagskvöldinu.
Í dag sunnudag var eitt og annað afrekað en kannski helst það að hafa komist á Sorpu með endurvinnsluúrgang heimilisins og reyndar fleiri heimila líka.
Annars er það kannski til viðbótar sem helst sem minnst verður frá þessari helgi að forstjóri minn frómur ákvað að yfirgefa skútuna á föstudaginn og verða eflaust einhverjar breytingar einhvern veginn sem tíminn mun leiða í ljós! Það eru eflaust áhugaverðir tímar framundan... en ég hef ekki lagt það í vana minn að blogga um vinnuna mína og ætla ekki að fara að taka upp á þeim óskunda hér og nú og hana nú og éttu kjét ég fer ekki fet!
....
No comments:
Post a Comment