Sunday, April 23, 2006

Elvitt

Eitthvað er maðr hálf þunglyndr í dag

Er að reyna að vinna eitthvað en gengur næstum ekki neitt, ekki með hugann við verkið og allt svona frekar dávn hjá mér.

Endaði á að gera einhverja þunglyndismynd í PS...open door leading to the darkness

...held samt annars að hún sé
kannski ágæt en óttalega einföld
vinnsla með einhverju sjálfvöldu
drasli til að fá hana svona...

Thursday, April 20, 2006

Ég skilur þetta ekki

Það er eitthvað gruggugt á seyði...

Krónan hríðfellur og dollarinn er að verða eins og hann var einhvern tímann fyrir langalöngu. Hlutabréfin hrapa og allt virðist vera að komast á vonarvöl. Samt erum við á fullu að búa til Kárahnjúkavirkjun og álversframkvæmdir í algleymingi. Það er meira byggt á suðvesturhorninu en nokkurn tíman held ég og allt á fullu alls staðar. Þrátt fyrir þessar öflugu stoðir efnahagslífsins sem er verið að koma undir okkur virðist allt ver að fara í klessu í efnahagslífinu. Ég skil þetta ekki. Getur hugsast að framkvæmdir austur á landi og endalausar íbúðabyggingar til að fanga stórgróðann af hækkandi fasteignaverði sé einhvern veginn ekki það sem þarf fyrir okkur hér á þessu skeri?


....

Þa er tomi humal...

Sumarið er sko komið

A pool with a view


Gleðilegt sumar öll sömul!

Wednesday, April 19, 2006

Páksarnir

Um páskana var sem sagt land undir fót lagt

Ég, HK og Gúnninn bróðirinn æddum af stað eftir allt of lítinn svefn eitthvað uppúr klukkan 6 að morgni og fórum austur að hájökli suðurlands, sem lestst Eyjafjallajökull. Einhver lítill fugl hvíslaði því að mér að Ventó væri ekki jeppi eftir allt saman og var ekki komist lengra en svona hálfa leið inn eftir að Grýtutindi. Plampað var eftir veginum eitthvað á fjórða kílómeter áður en lagt var á brattann.

Það voru eitthvað skiptar skoðanir um veðrið. Gúnninn sem er með afbrigðum veðurglöggur maðr hafði séð skafrenningsóféti uppi þar á jöklinum og áttum við því von á hinu verstasta. Hann var með úlpur og lopipeysuur í massavís en við turtildúfur vorum nú bara í glænepjunni svona næstum því. Kom svo reyndar á daginn að veðrið var allt hið ákjósanlegasta og bara logn og blíða uppi þar.
On Eyjafjallajökulleyjafjallajökull in black and white
Og upp komumst við því og var brójinn svo elskulegur að taka mynd af okkur á Goðasteininum eða hvað þetta þúfuskrifli þarna á að heita. Er það haft fyrir satt að faglegra par hafi vart sést þar á tindinum... að minnsta kosti ekki þegar við vorum þar.
... on top of Eyjafjallajökull

Nú sjá... Eftir jökullabbið var farið austur í Fellsmörk þar sem lítill kofi kúrir, oft kallaður Músahúsið. Það var reyndar orð að sönnu núna þar sem einhverjar músaskammir höfðu gert sig heimakomnar síðan við vorum þar síðast einhvern tíman í janúar. Virðast hafa komist inn um gat á mæninum. Það verður seint fulllokað öllum rifum á kofanum þeim. Eitthvað lítið höfðu þær greyin að þessu sinni.

Þar sem húsrúm er ekkert of mikið þarna þá var brugðið á það ráð að við skötuhjú vorum í tjaldi en bróðirinn innandyra. Vorum þarna um föstudaginn langa og lifðum letilífi en nóttina eftir gerði einhverja dularfulla snjókomu eða í öllu falli var allt á kafi í snjó þegar við fórum á fætur á laugardeginum. Það var ætt út með myndavélina á lofti og myndað í allar áttir. Enda var þetta barsta nokkuð fagglegt á að sjá.
it is spring time now!
In Fellsmörk

Tjaldið hafði eiginlega breyst í lítið snjóhús svona til hátíðarbrigða.
In Fellsmörk
Við létum snjóþyngslin auðvitað ekkert á okkur fá heldur settumst að drekkhlöðnu morgunverðarhlaðborði.
HK in Fellsmörk
Eftir að hafa verslað nýjan rafgeymi í stað þess gamla sem var orðinn meira en ónýtur var haldið um lágsvetir suðurlands. Þar var meðal annars rekist á gamla tromlu undan rafmagnsvír en síðan var haldið í Syðra-Langholt.left behind
Í Langholti var fyrst verið eina nótt og svo haldið í bæinn. Eitthvað mistókst sú bæjarferð nú þar sem við vorum komin aftur eftir örfáa klukkutíma og viðkomu á Geysi þar sem borðaðar voru úldnar pulsur. Svo var grillað og farið í laugina. Spáð í stjörnunar og svo bara farið að sofa. Að því ógleymdu að við fundum þetta fína hestabrauð til að gefa hestunum á Álfaskeiði.
In Sydra Langholt
Í eldhúsinu í Langholti að gófla á páskaeggjum.
HK in the doll house
HK lukkuleg með gamalt drullukökubakstursdót
í dúkkuhúsinu sem var orðið blátt að lit að innnanverðu,
henni ekki til mikillar gleði.
HK and her father and a horse
HK og pápi hennar með fák sín á milli

Eitt alveg hræðinælegt gerðist þarna þennan dag. Indivélin mín nefnilega fékk sig fullsadda á myndagleðinni í mér og gaf bara upp laupana. Vildi ekkert við mig kannast alveg sama hvað ég hamaðist á on-off takkanum á henni. Þóttist bara steindauð þrátt fyrir nýhlaðnar rafhlöður. Er hún þessi elska núna komin í viðerð líklega til Svíaveldis en ég reyndar farinn að spekúlera í nýrri grægju:



...

Tuesday, April 18, 2006

Páskarnir...

Stuttlýsing af páskaferð

Það var brölt upp á Eyjafjallajökul núna um páskana á skírdag, alveg frábært veður. Svo var verið í Fellsmörk tvær nætur og loks ekið um láglendi Suðurlands og gist tvær nætur til í Syðra-Langholti. Alveg hreint ágætir páskar.
On the glacier


....

Wednesday, April 12, 2006

kvöldinu var slegið upp í kæruleysi

Reyndar alveg kappnóg að gera en öllu var bara slegið upp í grín, glens og prjónaskap.

Afraksturinn þykir bera af öðrum hönnunarlistaverkum þessarar aldar!
we had a knitting night


....

Tuesday, April 11, 2006

Betra er blátt en ekkert...

Í dag gaf elskulegur vinnuveitandi minn mér málshátt sem var falinn inni í páskaeggi sem var pakkað inn í gulan glanspappír búinn til úr áli. Innan í því ágæta eggi var málshátturinn:
Betra er blátt en ekkert
(Blátt: "blávatn")
Skilji hver sem skilja vill... en ég er aðeins að furða mig á hvar Nói og vinur hans Síríus finna eiginlega alla þessa undarlegu málshætti eða kannski eru þeir bara að bjúa þetta til?

Mér finnst nú samt nærtækast að setja einhvern pólitískan blæ á þetta!

Sunday, April 09, 2006

Og um þessa helgi...

... gerðist eitt og annað


Við HK lögðum land undir ventó en æddum samt ekki langt yfir skammt því það var eingungis farið upp í Brynjuldalur. In the adventure
Það var rosaleg stemning, grilluð steik, teknar myndir og farið í badminton rétt áður en varúlfarnir fóru á stjá... nei bara að glínast - það var ekkert fullt tungl - ekki alveg.

Það verður reyndar að játast að badminton æfingin fór eitthvað aðeins fyrir ofan garð og neðan enda aðstæður hinar erfiðustu - til dæmis var dálítill vindur þannig að kúlan fauk yfirleitt eitthvað út í buskann. En það gerði svo sem ekki mikið til því að af einhverjum ókunnum ástæðum hittum við hana ekki neitt sérstaklega mikið en það stafaði kannski eitthvað af því að badminton í kolniðamyrkri er ekkert sérlega gæfulegt!

Tunglið óð nú samt í skýjum og það var svona Garún Garún birta allt um kring - sérstaklega eftir að myndavélin hafði sogað til sín það ljós sem var á staðnum.
During the night...

Laugardagurinn fór eitthvað töluvert í íþróttaiðkanir þar sem herjað var á vinnufélagana í badmintonmóti. Ég má held ég bara nokkuð vel við una í 7-9 sæti af 20 keppendum eða eitthvað svoleiðis. Já þetta var bara ágætt!

Svo má ekki gleyma skössaáti hjá Ralldiggni á laugardagskvöldinu.

Í dag sunnudag var eitt og annað afrekað en kannski helst það að hafa komist á Sorpu með endurvinnsluúrgang heimilisins og reyndar fleiri heimila líka.
My car
Do you know what Gámastöðin means?
Reuse of newspapers garbage!

Annars er það kannski til viðbótar sem helst sem minnst verður frá þessari helgi að forstjóri minn frómur ákvað að yfirgefa skútuna á föstudaginn og verða eflaust einhverjar breytingar einhvern veginn sem tíminn mun leiða í ljós! Það eru eflaust áhugaverðir tímar framundan... en ég hef ekki lagt það í vana minn að blogga um vinnuna mína og ætla ekki að fara að taka upp á þeim óskunda hér og nú og hana nú og éttu kjét ég fer ekki fet!





....

Friday, April 07, 2006

Það er prófatörn...

Og þá spilar maður badminton


HK situr við og lærir fyrir próf. Eitt var í dag og annað á morgun. Gekk vel í dag og gengur vel á morrgun.
Hanna Kata studying
Þetta er allt að koma svo enda er hér öllum brögðum beitt. Notaður er leynidrykkur til að örva heilasellurnar. Drukkur sá búinn til úr mysu og safi unninn úr eplum. Dáltið súr en líka dáltið góður en alveg obbslega hollur. Svo er mælt sérlega með lífrænni jógúrt frá Bíóbúinu.

En að öllum auglýsingum slepptum þarf hér að segja frá okkar aðal upplyftingu skammdegiskvöldin löng.... ó - það er víst ekki alveg skammdegi lengur en það kemur víst samt dáltið myrkur ennþá en það verður ekki lengi... en aðal upplyftingin er... dadadadammmmmm...........

playing games

Jú, það eru badmintonur. Þeir sem búa jafn vel og við með 5 metra lofthæð, ég segi og skrifa f-i-m-m metra lofthæð þeir fara létt með að breyta stofunni í badminton keppnisvöll og það höfum við gert svikalaus get ég sagt!

Tuesday, April 04, 2006

Það sem maður leggur ekki á sig fyrir vini sína!

Markrús vinur minn er að verða útvarpsstjarna. Þess vegna fengum við HK skyndilegan áhuga á fjölmiðlum. Ég kom snemma heim úr vinnunni minni til að missa ekki af neinu. Við kveiktum í sjónvarpinu í tíma og komum okkur vel fyrir! Þetta var alveg gríðarleg menning á þessari sjónvarpsstöð sem heitir Skjár einn. Þar sem Felix leikari og Guðrún söngkona fóru á kostum. Þau bókstaflega rifu af sér brandarna og fengu þetta líka rosalega skemmtilega fólk til sín að elda hrásallat með brauði fyrir sig. Já maður fær bara vatn í munninn. Ég verð reyndar að játa að ég fattaði ekki alla brantarana eða eiginlega enga reyndar. En það er örugglega bara út af því að ég er svo vitlausur. Hönntötu reyndar fannst þetta eiginlega mikið betra og skildi ekkert í því að ég fílaði þáttinn ekki í ræmur. Það gæti samt kannski verið að einhverju leyti verið út af því að hún snéri eitthvað aðeins öðru vísi að sjónvarpinu og sá það eiginlega svona:
in front of the TV

Túlípanarnir eru nefnilega so fagglegil!

Annars var Krús fínn og auðvitað kjósa hann allir. En hann er að verða útvarpsstjarna íslands eins og lesa má um á vef Kiss FM

Súkkulaði var það heillin og af því eigum við nóg

... eða áttum af því að við átum

Við HK erum búin að þjást illilega af alvarlegu vandamáli sem gengur undir Fríhafnarógeðið. Er þar um að ræða alls kyns nammigott úr fríhöfninni en einkum og sérílagi súkkulaði. Við gerðum að þessu gangskör svo maður gerist heldur forn í tali og skiptum liði. Ég átti að sjá um að torga blá súkkulaðinu en HK því rauða og svo kannski ég líka því gráa. Já og svo var HK alveg með á sinni könnu allt þetta rauða súkkulaði eða ég meina hvíta skúkkulaðið í rauðabréfinu....

.... óó þetta var víst ekkert alveg rétt hjá mér. Svo þetta komist til skila þá sá HK um allt súkkulaðið sem var ekki grátt eða blátt og þetta sem hún var aðallega að gófla í sig var sko í gulu bréfi með rauðum ferningi utan á....
Súkkulaði er það víst kallað
Já annars....
Var ég búinn að segja að ég átti ekki að borða súkkulaðið sem er lengst til hægri á myndinni? Það er sko súkkulaðið sem var lengst þarna við hliðina á skálinni sko...

En nei annars. Mér tókst ekki einu sinni að klára minn skammt en þetta var nú samt bara ágætt!

Saturday, April 01, 2006

Sjo veraði þa sjona eitt og annað

Játs sem þarf að minnast á í bloggi.

Um síðustu helgi var herjarinnar átveisla hjá Eggerti og Snæfríði. Það var étin steik og drukkinn áfengur mjöður með. Meget godt!

Og svo var Ralldignul og Kristjánul hitt í bænum. Reyndar voru gerðar tilraunir með að drífa þau með í badminton eða annað skemmtisport en það gekk ekki sérlega mikið og var endað á Kaffitári, sem reyndar var bara gaman líka!

Ragnhildur og Kristján á Kaffitári
....

An unexpected blog

Nei, þessi átti enginn von á, blogg aftur innan 10 mínútna! En það er stundum mart sem gerist sem þarf að blogga um.

Svona eins og þegar við HK fórum í gærkvöldi til að hitta Guðrúnu og Christoph uppí Borgarnesi þegar þau voru að koma frá Egilstöðum, Mývatni, Öxarfirði eða einhvers staðar þaðan frá. Þannig að ég muni þetta eitthvað þá er Guðrún sko frá Núpi í Öxarfirði, en Bogi er frá Brekku og fyrir hann er sko smalað á haustin.

Eina vandamálið var að þau voru komin upp á Holtavörðuheiði þegar við lögðum af stað frá Laugaveginum. Þá áttuma við eftir að kaupa í matinn og þvo bílinn og alls konar. Svona til dæmist líka það að við gleymdum teppi og allas konar.... hmmmm hvers konar stíll er þetta hjá mér að láta "alls konar" koma fram tvisvar með svona stuttu millibili... æææææ þetta er komið þrisvar. Ætli ég geti ekki tekið einhver hægðastillandi lyf við þessum ósköpum. Nei annars, það borgar sig varla út af öllum aukaverkununum.

En vandamálið var sem sagt að þrátt fyrir að óli finnski kitlaði pinnan á hvíta Skógræktarfélags - hundabílnum ekki sérlega grimmt þá voru þau að koma inn í Borgarnes þergar við komumst loksins af stað úr bænum á ný-illa-þvegnum bílnum. En þetta var allt ágætt því við HK hittum þau á bílastæðinu fyrir norðan göng.

Þetta stóð allt heima. Við keyrðum inn í Hvalfjarðarbotn í hávaðaroki. Þar datt allt í einu á dúnalogn og Christoph sagði frumsaminn brandar um Mörlandann. Mér varð ekki betur við en svo að ég var næstum búinn að keyra út í móa. Það var eitthvað ólukkans ræsi á vegarslóðanum og jú, Ventóinn var eiginlega kominn út af þegar ég áttaði mig. Vegstika brotin og allt í voða en með einhverjum ókunnum hætti tókst Ventó að krafla sig inn á veginn aftur eða mér að stýra svoleis. Ég er svo sem ekkert of viss.

En við fórum svo inn í Brynjudal og þar var líka logn og þar var skógarlundur og þar var hjalandi lækur og þar hitnaði nú í kolunum svo um munaði. Það var sum sé grillað. Svo var hægt að kveikja bál og næstum því sinueld sem hefði getað breyst í skógareld. Og svo var líka hægt að horfa á stjörnurnar og finna póstjörnuna en svo var bara kominn tími til að halda heim á leið.



....

The long-expected blog

Ég vil byrja á að taka það fram að sögur af bloggdauða mínum eru verulega ýktar og ég er ekki einu sinni heiladauður eða neitt slappur yfir höfuð. Hins vegar hefur verið hroðlega mart að gera þannig að bloggið hefur farið aðeins forgörðum. En þetta stendur allt til bóta eða að minnsta kosti er verið að bæta eitthvað úr þessu núna.

Fyrst ætti náttúrlega að blogga feitt um ferðina til Londoin og auðvitað var hún alveg frábær. Við fórum til dæmis í svona undirgöng þar sem var fullt af fólki og einhverjir dularfullir strætóar komu með miklum hvini á nokkurra mínútna fresti og átu allt fólkið en ældu yfirleitt öðru í staðinn.
Le Metro in London
Við fórum annars í svona og það hafði þær skelfilegu afleiðingar að við afmynduðumst bæði og urðum eiginlega eins og ég veit ekki hvað!
comic

En þetta tók allt enda og við fórum heim á leið aftur. Síðan er reyundar liðin ein vika og eiginlega önnur til. Það er því alveg ljóst að bloggletin ríður ekki við einteyming. [segir maður annars ekki örugglega "... við einteyming"]


....