Sunday, April 10, 2005

Óttalegt

Er búinn að vera á haus. Kominn fyrsti myndaskammtur og ferðasaga frá Afríku. Er hér.

Reyndar nær þessi aumingjalega ferðasaga enn sem komið er ekki nema til ferðarinnar til Tanzaníu, þangað til göngutúrinn hófst. En þetta stendur til bóta. Núna þarf mar hins vegar að haska sér í fermingarveislu. Já manni er ennþá boðið eitthvað, merkilegt nokk.

Annars held ég að í morgun hafi ég verið að hugsa um að blogga eitthvað voðalega sniðugt núna í dag. Man bara ekkert lengur hvað það er þannig að ég blogga bara eitthvað sniðugt einhvern tíman seinna. Já það er sniðugt!

En best að fara að raka sig og eitthvað þannig að maður verði í húsum hæfur í þessari fermingarveislu. Ég held að ég eigi að vera mættur núna og þetta er einhvers staðar langt langt úti í sveit.

Best að haska sér.

No comments: