Svona bók er dálítið til að að skrifa hugrenningar sínar í. Hugrenningar eru annars svona renningar sem renna um í hausnum á manni. Allt öðru vísi en t.d. skafrenningur sem er ólíkt hugrenningunum alltaf í eintölu. Enda hver í ósköpunum hefur heyrt um að það hafi verið miklir skafrenningar einhvers staðar. Nei annars, það er varla núna því það er ekki eftir nema svona tveir tímar af þessum vetrinum. Hann hefur nefnilega einhvern veginn runnið eitthvað út í buskann og sést varla meira úr þessu.
Ég ætti kannski bara að halda mig við þessa bók og ekki sína hana nokkrum manni úr því að hugrenningarnar sem komast þangað eru ekkert nema bull.
Talandi um sumar þá:
Svona mála menn klósettin sín þar sem alltaf ríkir sumar:
Þeir sem þar búa hafa ekkert orð yfir skafrenning og varla fyrir snjó. Hann er samt ennþá uppi á Kilimanjaró þó bráðum verði hann allur bráðnaður, þökk sé gróðurhúsinu sem við erum að búa til hér á jörðinni.
Svo telst það líklega til tíðinda
En það er farið að tala um það í fúlustu alvöru að næsta háfjall til að plampa á sé í Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Argentínu. Ég man ekki alveg hvernig það er skrifað en það eru einhver C og/eða Q í því og hef ég aldrei alveg náð að segja nafnið á því almennilega en það hljómar dálítið eins og okkar hrúga. Mun ég taka það upp sem löglegt gælunafn á hæsta tindi Suður-Ameríku þegar hann hefur verið sigraður en það er mögulegt að slíkt gerist innan árs.
Það gæti samt hugsast að það væri einhver skafrenningur þar...
No comments:
Post a Comment