Ég sem hélt að það væri komið sumar! Nei öðru nær, það er ekkert nema rok og rigning. Hárgreiðslan er öll komin í rugl og ég veit ekki hvað og hvað. Hvernig endar þetta eiginlega?
Já, hmmmm... sumar og rigning... einhvern veginn passar það alveg saman. Hjálp það er komið rigningarsumar. Er ekki eitthvert flugfélag sem getur bjargað mér héðan.
Samt kannski ekki fyrr en á morgun eða hinn því minnn er að fara á árshátíð núna í kvöld. Vona að það verði ekki minna gaman á árshátíðinni en var í fyrra en þá var alveg roslega gaman. Lifði á því í margar vikur.
No comments:
Post a Comment