Fékk þá eitursnjöllu hugmynd áðan að grilla. Það var nebbla sól í dag. Nei það varð ekkert eitrað heldur bara smá brennt en svaka gott. Með heilu kílói af kartöfflusallati var þetta bara ágætt.
Þar sem ég þurfti að hætta mér út á svalirnar til að komast að grillinu þá sá ég mér til mikillar undrunar að þar er allt að verða grænt. Svona aðeins í stíl við litinn há húsinu. En fuglakornið sem ég ætlaði snjótittlingunum í vetur og þeir bara fúlsuðu við er að breytast í þennan fína úthaga. Úr því að það gekk ekki að bjóða fuglunum í mat núna í vetur þá er hér með auglýst eftir geðgóðri geit til að bíta grasið.
No comments:
Post a Comment