Saturday, April 09, 2005

Ætli það hafi tse-tse fluga stungið mig í Afríku

Þá væri ég e.t.v. kominn með hina hroðalegu svefnsýki. Miðað við syfjuna sem hefur stundum herjað á mig eftir að ég kom heim frá Afríku þá gæti ég svo sem vel trúað því. Er annars að tapa vitinu yfir öllum þessum myndum sem ég er að gramsa í endalaust frá Afríkunni. Nei nei, það fær enginn að sjá þær strax nema kannski svona eina og eina.



Já, já, haltu því bara fram
að ég hafi fundið þetta
á netinu...


Eins og þessa hér sem er af ljóninu sem örugglega beit mig ekki í rassinn. Enda væri ég þá ekki með neinn rass lengur. Ljón eru svona þægilegar skepnur. Maður veit alveg hvort þau hafa bitið mann eða ekki. Flugnaskammirnar eru verri. Enda er ég enn japlandi á malaríupillum og á víst að halda því áfram fram yfir helgi. Eða það eru a.m.k. einhverjar pillur eftir. Og þær eru rauðar. Hjálp, af hverju er allt orðið gult og grænt hérna í kringum mig... Hvað er eiginlega í þessum pilluskömmum sem ég er að éta????

No comments: