Tuesday, April 12, 2005

Sknjór - ég hélt ég væri að verða vitlaus í morgun

Hmmmmm verða vitlaus..... Það er ekki hægt nema maður sé óvitlaus fyrir. Ætli ég lifi í einhverjum blekkingarheimi? Er ég ekki fyrir löngu orðinn vitlaus.

En hvað. Fyrir svona viku eða kannski 10 dögum þá var sólin beint fyrir ofan hausinn á mér einhvers staðar 100 km fyrir sunnan miðbaug. Núna skín hún bara beint framann í mig þegar ég er að keyra og það er frost og það er rok og það er snjór á bílnum mínum. Ætti maður ekki bara að flytja til hennar Afríku þar sem enginn á ekki neitt en allir eru samt svaka glaðir bara. Eða svona flestir eða að minnsta kosti margir.

Er annars ennþá að velta mér uppúr heimsfrægðinni sem hefur komið í kjölfar Afríkuferðarinnar. Var í viðtali í dægurmálaútvarpinu á Rás 2 í síðustu viku, auglýsingamyndataka og síðan viðtal í Fréttablaðinu sem Lilja blaðamaður tók í dag. Mjá henni finnst örugglega ekki slæmt að vera kölluð Lilja blaðamaður. En það má sem sagt lesa eitthvað um afrekin seinna í vikunni ef blaðaguðinn, ritstjórinn og prentsmiðjan lofa. Já þau hljóra öll að lofa.

Fór annars í gær og ætlaði að massa einhverja ljósmyndakeppni sem snýst um að taka myndir af eyðibýli - eða einhverju yfirgefnu húsi. Ég er með svona uppáhalds eyðibýli hér rétt hjá Reykjavík og fór þangað. Vildi ekki betur til en svo að þegar ég ætlaði að blása ryku af skynjaranum í myndavélinni minni að þá slefaði ég bara inn í hana. Ónýtt drasl. Verð að fara með hana í viðgerð eða eitthvað þaðan af verra. Vona að hún sé bara ekki ónýnd. Reyndar er hún ekki ónýtari en svo að afraksturinn var bara ágætur.

old abandoned house

Vandamálið er reyndar að þessi er ólögleg í keppnina þar sem ég notaði ólöglegar aðferðir til að dramatísera hana og reyndar líka til að slefhreinsa hana. Reyndar var ekkert að því sem ég gerði við myndina. Það eru bara reglurnar sem eru asnalegar. Sbr. umræður um þetta á ljósmyndakeppni.is.

No comments: