Ætla ekki að blogga mikið um Skýrrárshátíðina en hún var í gærkvöldi. Hafði sínar sterku hliðar og var svo sem ágæt. Var samt af einhverjum ástæðum meira gaman á árshátíðinni í fyrra. En hvað um það, þessi var ágæt og skemmtinefndin sem skipulagði hana stóð sig vel. Já, smá hrós ef einhver úr skemmtinefndinni færi að lesa þetta.
Djammið endaði annars á Rex og þar sem mér hefur alltaf fundist leiðinlegt á Rex þá entist ég ekki lengi þar og rölti bara heim.
No comments:
Post a Comment