Bölvað og aftur bölvað.
Ég hef stundum hugsað um það með hryllingi að verða veikur þegar eitthvað algjörlega sérstakt stendur til. Í mínu tilviki væru það yfirleitt einhverjar fjallaferðir sem þá væri búið að skipuleggja mánuðum saman. Núna er Kilimanjaró ferðin í þar næstu viku búin að vera á dagskrá í svona eitt og hálft ár. Og minn er núna heima hjá sér með hita.
Allt í upplausn því ég er að renna út á tíma með bólusetningar fyrir Afríkuferðina og það virðist síðan bara vera einn læknir sem getur bólusett mann.
No comments:
Post a Comment