En það er sem sagt allt að verða vitlaus. Fengum einkennisfatnað okkar á mánudaginn og vöktum strax mikla athylgi í vinnunni. Einhverir (eða reyndar einhverjar) lýstu því yfir að þessar flíspeysur væru alveg næg ástæða til að fara í ferðina.
Var síðan í gær að gera eitthvað af þessum milljón hlutum sem þarf að gera. Verslaði mér nýjar regnbrækur fyrir formúu þar sem þær gömlu mígleka [er annars nokkuð "y" í að mígleka... varla, er það ekki míga-meig-migum-migið... vá manni verður bara mál]. Er síðan ekkert alveg viss um þessar buxur sem ég keypti þrátt fyrir formúuna sem þær kostuðu. Er síðan kominnn með nýjan bakpoka enda var sá gamli sem ég notaði að verða 30 ára gamalt fjölskyldustáss og meiddi mig í ofanílag.
Nú það var keypt pensilín ef ske kynni að einver fengi lungnabólgu, fullt af hausljósabattaríum og svona eitt og annað. Er að missa vitið yfir þessu öllu en þetta verður eflaust fínt.
Þurfti svo að eyða gærkveldinu á fundi um skógrækt og slíkt vesen. Það þarf víst líka að sinna slíku úr því maður er fomaður alls staðar þar sem maður kemur.
No comments:
Post a Comment