Fór með öðrum Skýrrliðum í óvissuferð í gær.
Óvissan var gríðarleg. Þegar ég var kominn langleiðina á hestbak hjá Íshestum fattaði ég að það var bara verið að grínast í mér. Ég átti nebblega að fara að læra línudans. Veit ekki hvort ég lærði mikið en held að það hafi verið lítið.
Skoðuðum draugasafn þar sem mér tókst að bregða einum draugnum. En það var allt í lagi því hann var búinn að bregða mér áður.
Enduðum svo á að borða hauga af pizzum og horfa á Idol. Síðan á bakaleiðinni var reynt að hafa Idol keppni í rútunni. Virkaði ekki mikið en ég sló samt aðeins um mig með munnhörpunni. Var síðan svo vitlaus að láta vita að Vigdís myndi mala mig í munnhörpukeppninni sem og hún auðvitað gerði.
Þetta var reyndar svona rólegheitaferð hjá mér enda ekki rétt að vera með mikil eða áhættusöm átök nokkrum dögum fyrir Afríkuferðina.
Tók einhverjar myndir en ekkert margar. Hér eru svona tvær.
Í rútunni. Eftirvæntingin skín úr hverju andliti...
Davíð, Davíð, Helgi og Bergþór fyrir draugaskoðunina.
Davíð og Helgi í góðum fíling.
No comments:
Post a Comment