Monday, March 07, 2005
Að þykjast vera góður kokkur
Að þykjast vera góður kokkur og geta síðan ekki eldað neitt viturlegra en hamborgara. Það hlýtur að teljast algjörlega út í hött. Hamborgarasteikinging tókst reyndar betur hjá mér á útigrillinu núna en um daginn þegar mér tókst að láta hamborgarana mína brenna fasta á útigrillinu. Að láta hamborgara brenna fastan við útigrill, ætli það séu engin takmörk á aulaskapnum. Jún ég komst að því að þau eru þar sem maður gleymir að skrúfa fyrir gasið. Já ekki slæmt að koma að grillinu heitu daginn eftir. Lán í óláni að það var grillað tvo daga í röð. Annars væri ég líklega gaslaus. Þá hefði ég borðað kalda hamborgara í kvöldmatinn núna.
En að þurfa að blogga um hamborgara, það hlýtur að teljast undir óeðli ef þá ekki einhvers konar vansköpun. Að minnsta kosti mjög alvarleg fötlun. Sá sem tekur síðan mynd af ógeðinu og setur á internetið, sá getur varla verið alveg í lagi.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment