Er loksins búinn að láta bólusetja mig fyrir helstu Afríkuflensum. Svona meðal annars gula, taugaveiki og stífkrampi. Fékk að heyra hjá Helga Guðbergssyni á stungudeildinni nöfn á sjúkdómum sem ég hélt að tilheyrðu annað hvort grárri forneskju eða vísindaskáldsögum. En þetta er víst allt til þarna í Afríku. Hann var samt nokkuð viss um að við myndum lifa þetta af.
Þetta er sem sagt allt að koma. Bíllinn minn sem var eitthvað bilaður um daginn er líka búinn að gera við sig sjálfur. Ja, hvílíkur lúxus. Er reyndar feginn að ég lét ekki draga hann á verkstæði með þeim skilaboðum að hann væri með ónýta vél!
No comments:
Post a Comment