En ég veit af hverju ég get ekki sofnað aftur.
Eftir að hafa lesið einhverja kafla í bók um afrískan kvenspæjara þá er ég farinn að venjast suðinu sem berst inn um gluggann hjá mér. En ég held að núna í tvo klukkutíma séu háæruverðugir starfsmenn Reykjavíkurborgar búnir að vera að leika sér á götusópara hér fyrir utan og núna eru tveir í appelsínugulum samfestingum að leika sér að því að spúla gangstéttarnar. Já það er ekki ofsögum sagt að við búum í hreinni borg.
En Borgarstjóri góður, er ekki hægt að gera þetta á einhverjum öðrum tímum en um miðja nótt. Það vill nefnilega til að við Laugaveg á líka heima fólk. Og það er ekkert krökkt af fólki á gangstéttinni hér fyrir utan allan daginn.
....
No comments:
Post a Comment