Saturday, March 28, 2015

Gangandi á fjórum jafnfljótum

Fjölskyldan færist dálítið saman - a.m.k. svona hluti af henni. Mamman manns búin að vera einkabílstjóri, matráður, hjúkrunarkona og alls herjar reddari. Í dag fór hún með báða hækjukallana sína út að labba. Eða reyndar þá kom hún með þann eldri með sér í Hæðargarðinn þegar ég fékk mér göngutúr og við fórum því báðir á labbið eftir að hafa fengið okkur kaffi og með því í eldhúsinu appelsínugula.

Á röltinu með pabba sínum, báðir hækjukallar!

Er búinn að vera dálítið duglegur held ég í gönguferðunum en þær eru ennþá algjörlega á tveimur hækjum. Finn leiðinlega mikið til í ristinni sem er eiginlega ekki virka í neina alvöru göngu. Næ svona 30kg álagi með henni en þarf í raun að ná 100kg ef ég á að geta gengið almennilega. Er hins vegar að ná að setja alveg 70kg á fótinn flatann án þess að finna svo mikið til í honum. Hef ekki fundið til í sköflungnum sjálfum en fæ verk í ökklann eftir smá göngu. Hef verið að fara yfir 1km á dag undanfarna daga sem ég er bara nokkuð stoltur af.


Gamla settið sitjandi á einum ágætum Hæðargarðsbekk

No comments: