Ég verð víst að játa að það er rok!
Mér fannst hvasst í morgun en ekki svo rosalega samkvæmt honum Belgingi. Veðurstofunni tókst nú samt að mæla 30m/s hér rétt hjá mér. Ragnhildurinn í sjokki yfir að hafa ekki upplifað annað eins rok síðan í rokinu ógurlega 1991 þegar trén í Urðarstekknum fuku hvert um annað þvert. Hún víst að horfa á trén sín fjúka.En þó það hafi verið hvasst við Bústaðaveginn þá er það ekki neitt miðað við það sem er á flugvellinum sem telst vera í miðbæ höfuðborgarinnar.
Og ef einhver hélt að þetta hefði verið hvasst þá ætti sá hinn sami að fara upp á Skarðsheiði þar sem næst mesta vindhviða íslenskra veðurmælinga mældist í morgun!
En veðurvitinn á Skálafelli er fjarri góði gamni. Annað hvort er hann fokinn veg allrar veraldar eða kannski frekar bara sambandslaus. Útvarpssendirinn þar ku vera dottinn út líka. Verður spennandi að sjá hvort eða hvað hann sýnir ef hann nær að senda einhver gögn!
En þetta með að gera það ekki endasleppt er að ég vil meina að þetta sé upphafið að endinum á vetrinum. Með þessum lægðum núna helst hitinn yfir frostmarki og öflug rigning herjar á snjóinn líka. Það verður snjólaust í henni Reykjavík sýnist mér sem gætu komið sér vel eftir miðvikudaginn þegar ég vonast til að losna við gifsið. Það væri jafnvel hægt að komast út að hjóla einhvern tímann. Það yrði hreinn og beinn unaður!
No comments:
Post a Comment