Það er komin 7 1/2 vika síðan, ég tók eitt skref í snjó, rann fram af skaflinum, fótur einhvern veginn skrúfaðist til og ég fann það gerast. Bein voru brotin. Fluttur með þyrlu í bæinn og búinn að vera ógöngufær síðan. Á morgun fer ég í það sem er kallað "endurmat" hjá Ríkharði skurðlækni. Ég ber þá von í mínu brjósti að niðurstaða endurmatsins verði að beinin hafi gróið þokkalega saman, sem réttast og að ég megi fara að nota fótinn - og að það takist að nota fótinn.
No comments:
Post a Comment