Sæmilega útbúinn á Stórabílastæðinu í Heiðmörk
Man ekki hvenær ég frétti af því en það var fyrir margtlöngu. Árið 2015 er myrkvaár á Íslandi. Almyrkvinn reyndar fór rétt fyrir austan land en í Reykjavík var samt vel yfir 90% myrkvi. Eitthvað hafði mig langað til að vera meira undirbúinn, með stjörnukíkinn klárann en það fórst eitthvað fyrir að vera búinn að útvega sér sólarfilter á hann. Tókst reyndar að fá mér áætan filter á myndavélalinsur daginn áður. Í Fotoval af öllum búðum og sótti D200 hlunkinn hálfónýta í leiðinni.
Úr almanaki Þjóðvinafélagsins.
Gunninn aumkaði sig yfir fatlafólið og fórum við upp í hana Heiðmörk. Parkeruðum á Stórabílastæðinu. Smá snjór á víð og dreif enn þarna ofarlega í Heiðmörkinni og eiginlega dálítil upplifun fyrir mann að komast svona aðeins út í náttúruna. Vorum komnir rétt eftir að myrkvinn byrjaði. Það var myndað í gríð og erg - það kólnaði aðens - það dimmdi töluvert - meira var myndað og svo var haldið heim á leið.
Í hámarki þá var sólin má segja greinilega í mikilli fýlu og setti upp þessa líka rosalegu skeifu. Enda vart við öðru að búast að loksins þegar henni tókst að skína eitthvað þá fór tunglið að þvælast fyrir!
Ég setti svo saman eina mynd úr mörgum sem sýnir sólmyrkvann líklega ágætlega. Bara sæmilega sáttur við niðurstöðuna. Hef samt séð annars staðar dálítið frumlegri mydnatökur af myrkvanum sem sýna eitthvað aðeins annað en bara þessa hálfétnu pizzu. Ætla annars næst (2026 sko) að taka líka mynd af umhverfinu á meðan það er að dökkna.
Það sem annars helst var að sjá í sólmykrvanum var sólblettur, líklega 2023 sem var einhvers staðar í Bandaríkjunum á sólinni séð - og er að fara að nálgast að hverfa á þessari mynd hér að neðan.
No comments:
Post a Comment