Sunday, April 05, 2015

Heilt kíló af páskaeggi!

Sumir páskaeggja framleiðendur hugsa bara um magn en ekki gæði. Hálft kíló af tæplega miðlungsgóðu mjólkursúkkulaði og hálft kíló af blandi í poka... ég meina bland í eggi. Enginn ungi eða eitthvað skrautvesen en það kom þó einn málsháttur í ljós sem ég held að hafi ekki sannað sig: Lítið er ungs manns gaman.

Veit ekki hvernig málshátturinn getur gengið upp miðað við risastórt eggið. Ef ég væri dálítið mikið yngri hefði mér þótt þetta frábært en þá væri ekki rétt að segja að gamanið væri lítið því það hefði verið stórt! Til að hægt sé að átta sig á stærðinni þá er skalinn við hliðina á egginu ekki súkkulaði heldur vísindatæki og er 15cm langt. Eggið slagar í 30 cm sýnist mér!


þetta egg annars er starfsamannapáskaegg Staka. Jón tók þá sérkennilegu ákvörðun að versla Sambó egg handa staffinu í gegnum Snorra Pál væntanlega. Aðrir Símastarfsmenn fengu bara nokkuð temmileg egg frá Nóa Síríusi. Þegar ég byrjaði að vinna í Skýrr var þar Snorri Páll og ég verslaði risaegg af honum. Þá komst ég að því að það getur komið til álita að henda rest af páskaeggi í ruslið. Ég held að þetta fari í ruslið. A.m.k. langar mig ekki í það núna. Nammið innan í því er samt allt í lagi.

No comments: