Fór á fimmtudag í fyrsta tímann í sjúkraþjálfun hjá Árna sem ætlar að kenna mér að ganga upp á nýtt og komast á fjöll einhvern tímann... kannski samt ekki fyrr en í haust. Hann er vonandi bara að passa sig á að lofa mér ekki of miklu!
Það gekk samt ekkert svo illa hjá honum. Að minnsta kosti lét hann eins og þetta væri ekkert svo óeðlilegt hjá mér að beinið væri ekki alveg gróið og að það væir bara hið eðlilegasta mál að það liti út á röntgenmyndinni eins og það væri allt mölbrotið ennþá. Sprungur myndu sjást á röntgen mynd jafnvel í tvö ár eftir að beinið brotnaði.
En hann sendi mig í öllu falli bara heim með fjórar beisik æfingar sem ég er svona eitthvað að reyna að gera. Get nú annars ekki mikið. Held að hann hafi mælt hreyfigetu ökklans upp í 15° til 45°. Þ.e. bara 30° alls sem ég get þá hreyft hann.
Fóturinn síðan er mér að finnast vera alveg hroðalega bólginn allur og útþaninn af bjúg. Veit ekki af hverju hann þurfti að verða þannig. Hélt ég hefði passað vel upp á að hafa hann alltaf einhvers staðar í góðri hæð.
No comments:
Post a Comment